Ava Max skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 þegar hún sendi frá sér lagið Sweet but Psycho og hefur verið að gera góða hluti í tónlistarheiminum síðan þá. Þetta er í fyrsta skipti sem hún og plötusnúðurinn Tiesto vinna saman og verður spennandi að fylgjast með hvort samstarfið verði áframhaldandi.
Annars var allt í góðum gír á Íslenska listanum í dag og tónlistar stuðið í fyrirrúmi. Friðrik Dór situr staðfastur í fyrsta sæti og Jón Jónsson er kominn upp í þriðja sætið. Reykjavíkurdætur eru mættar inn á topp tíu, í tíunda sæti með lagið Turn This Around, og þær Sigga, Beta og Elín Ey voru kynntar inn sem líklegar til vinsælda með sigur lag Söngvakeppninnar í ár, Með hækkandi sól.
Hér má finna íslenska listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: