„Ég ætla að reyna að nýta tímann sem best og spila út um allt og gefa út svolítið af nýrri tónlist,“ sagði GDRN á hátíðinni en hún á von á sínu fyrsta barni í sumar.
GDRN sagði frá því í viðtali við Völu Eiríks að hún sé núna í söngkennslu til þess að passa upp á röddina á meðgöngunni.
„Nota bakið ekki magann,“ sagði GDRN að væri lykilatriði.
Hér fyrir neðan má horfa á GDRN taka lögin sín Næsta líf og Ef ástin er hrein.