Lífið

Blæs nýju lífi í R­oxette tveimur árum eftir dauða söng­konunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Marie Frederiksson og Per Gessle á tónleikum árið 2012.
Marie Frederiksson og Per Gessle á tónleikum árið 2012. EPA

Rúmum tveimur árum eftir andlát Marie Frederiksson hefur Per Gessle ákveðið að blása nýtt líf í sænsku sveitina Roxette. Sveitin mun halda áfram en fá nýtt nafn og nýjar söngkonur.

Aftonbladet segir að hinn 63 ára Gessle segi að sveitin muni nú bera nafnið PG Roxette og munu þær Helena Josefsson, 44 ára, og Dea Norberg, 48 ára, ganga til liðs við sveitina sem söngkonur.

Frederiksson og Gessle mynduðu saman sveitina Roxette sem er ein allra vinsælasta hljómsveit sögunnar frá Svíþjóð. Átti sveitin smelli á borð við It Must Have Been Love, The Look, Joyride og Listen to Your Heart. Sveitin var stofnuð árið 1986 og hafa selt um 80 milljónir platna á heimsvísu.

Frederiksson lést í desember 2019, þá 61 árs gömul. Eftir andlátið hefur Gessle ekki viljað opinbera hvað yrði um sveitina, fyrr en nú.

„Það er ekki hægt að leysa Marie af hólmi, og ég óska þess ekkert heldur,“ segir Gessle í fréttatilkynningu.

Segir hann að þau Frederiksson hafi á ferlinum fengið að upplifa „stórkostlegan draum saman“. „En það verður spennandi að halda ferðalaginu áfram, jafnvel þó að það verði á allt annan hátt. Hefði Marie enn lifað, þá hefðum við tvö örugglega gert þetta saman.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.