Eriksen veit ástæðuna Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:01 Christian Eriksen er byrjaður að spila fótbolta á nýjan leik eftir langt hlé vegna hjartastoppsins á EM síðasta sumar. Getty/James Williamson Christian Eriksen er mættur aftur í danska landsliðið, níu mánuðum eftir að hafa fengið hjartastopp og hnigið til jarðar í leik með liðinu gegn Finnlandi á EM í fótbolta. Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti