GTA V í PS5: Enn ein útgáfan og sú besta, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2022 09:52 Rockstar Grand Theft Auto 5 er kominn út í enn einni útgáfunni. Leikurinn kom fyrst út fyrir tæpum áratug en lifir enn góðu lífi og það er ástæða fyrir því að leikurinn er eins vinsæll og raunin er. Hann er einfaldlega góður, þó hann sé farinn að láta á sjá. GTA 5 kom fyrst út árið 2013, þegar PlayStation 3 var og hét. Hann var seinna meir gefinn út á PS4, svo PC tölvur og nú er komið að PS5. Það er níu árum eftir upprunalega útgáfu og sú nýja er augljóslega sú besta. Það er þó einnig augljóst að leikurinn er orðinn gamall og þrátt fyrir andlitslyftingu sér alveg á honum. GTA stendur þó yfirleitt alltaf fyrir sínu og Los Santos er meðal þeirra leikjaborga sem hafa hvað best andrúmsloft. GTA 5 varð fyrir löngu síðan arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar. Engin kvikmynd, bók eða plata hafur aflað eins mikilla tekna í gegnum árin og Rockstar er enn að græða á tá og fingri á netspilunarhluta leiksins. Það er augljóst að markmiðið með þessari nýju útgáfu er að fá fleiri til að spila GTA Online og eyða raunverulegum peningum í þeim heimi. Ég hef ekki varið miklum tíma í þeim hluta leiksins frá 2015 en einspilunin stendur alveg enn fyrir sínu. Það er þó ljóst að margir eru ósáttir við þessa útgáfu leiksins og hafa netverjar notað Metacritic og aðrar síður til að koma vonbrigðum sínum á framfæri. Á Metacritic er leikurinn með 82 frá gagnrýnendum og 22 frá notendum. Eftir að hafa valdið gífurlegri óreiðu í Los Santos síðustu daga, get ég ekki ímyndað mér að spila eldri útgáfu leiksins aftur. Ef þú lesandi góður, hefur ekki spilað GTA 5 enn, þá vil ég fyrst óska þér til hamingju með að vera vaknaður úr dáinu eða fyrir að hafa verið bjargað af einhverri eyðieyju og svo segja þér að nú er tíminn til að prófa. Það er margt sem hefur verið betrumbætt fyrir PS5. Það helsta er í að það tekur mun styttri tíma að komast inn í leikinn og hann lítur betur út en hægt er að velja hvort tölvan verji meiri orku í upplausn eða ramma á sekúndu. Persónulega finnst mér betra að hafa fleiri ramma á sekúndu. Þá er munur á því hve langt maður getur séð í þessari nýjustu útgáfu. Hér má sjá greiningu Gamespot á muninum á GTA í PS3 og í PS5. Rockstar hefur einnig sett nýja bíla og vopn, sem hafa mörg verið aðgengileg í fjölspilun GTA inn í einspilunina. Þá er vert að benda á að hægt er að flytja framgang úr eldri útgáfu leiksins til þeirrar nýju. Það er þó enn þannig að manni finnst eins og maður sé að stýra Playmo-köllum í GTA 5. Hreyfigeta persóna leiksins er enn ömurleg og þeir detta á andlitið við minnsta tilefni. Sjá einnig: Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Mér finnst persónulega alveg réttmætt að velta vöngum yfir því hvort uppfærslan hefði ekki mátt vera ókeypis og þá sérstaklega með tilliti til þess að markmiðið virðist vera að reyna að fá fleiri til að spila netspilunarhluta leisksin. Samantekt-ish Það að GTA 5 hafi verið gefinn út í enn eitt skiptið er alls ekki það mest spennandi sem hefur gerst að undanförnu. Þá finnst mér eins og Rockstar hefði getað gert meira en það er mögulega bara frekja í mér. Grand Theft Auto 5 er samt einhvern veginn leikur sem allir þurfa að eiga. Þetta er leikur sem alltaf er hægt að grípa í, þó ekki nema bara til að fara á rúntinn, og hafa gaman af. Nú verður bara spennandi að sjá hvort GTA 6 verði kominn út áður en PlayStation 6 kemur á markað og þar af leiðandi enn einn útgáfa GTA V. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
GTA 5 kom fyrst út árið 2013, þegar PlayStation 3 var og hét. Hann var seinna meir gefinn út á PS4, svo PC tölvur og nú er komið að PS5. Það er níu árum eftir upprunalega útgáfu og sú nýja er augljóslega sú besta. Það er þó einnig augljóst að leikurinn er orðinn gamall og þrátt fyrir andlitslyftingu sér alveg á honum. GTA stendur þó yfirleitt alltaf fyrir sínu og Los Santos er meðal þeirra leikjaborga sem hafa hvað best andrúmsloft. GTA 5 varð fyrir löngu síðan arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar. Engin kvikmynd, bók eða plata hafur aflað eins mikilla tekna í gegnum árin og Rockstar er enn að græða á tá og fingri á netspilunarhluta leiksins. Það er augljóst að markmiðið með þessari nýju útgáfu er að fá fleiri til að spila GTA Online og eyða raunverulegum peningum í þeim heimi. Ég hef ekki varið miklum tíma í þeim hluta leiksins frá 2015 en einspilunin stendur alveg enn fyrir sínu. Það er þó ljóst að margir eru ósáttir við þessa útgáfu leiksins og hafa netverjar notað Metacritic og aðrar síður til að koma vonbrigðum sínum á framfæri. Á Metacritic er leikurinn með 82 frá gagnrýnendum og 22 frá notendum. Eftir að hafa valdið gífurlegri óreiðu í Los Santos síðustu daga, get ég ekki ímyndað mér að spila eldri útgáfu leiksins aftur. Ef þú lesandi góður, hefur ekki spilað GTA 5 enn, þá vil ég fyrst óska þér til hamingju með að vera vaknaður úr dáinu eða fyrir að hafa verið bjargað af einhverri eyðieyju og svo segja þér að nú er tíminn til að prófa. Það er margt sem hefur verið betrumbætt fyrir PS5. Það helsta er í að það tekur mun styttri tíma að komast inn í leikinn og hann lítur betur út en hægt er að velja hvort tölvan verji meiri orku í upplausn eða ramma á sekúndu. Persónulega finnst mér betra að hafa fleiri ramma á sekúndu. Þá er munur á því hve langt maður getur séð í þessari nýjustu útgáfu. Hér má sjá greiningu Gamespot á muninum á GTA í PS3 og í PS5. Rockstar hefur einnig sett nýja bíla og vopn, sem hafa mörg verið aðgengileg í fjölspilun GTA inn í einspilunina. Þá er vert að benda á að hægt er að flytja framgang úr eldri útgáfu leiksins til þeirrar nýju. Það er þó enn þannig að manni finnst eins og maður sé að stýra Playmo-köllum í GTA 5. Hreyfigeta persóna leiksins er enn ömurleg og þeir detta á andlitið við minnsta tilefni. Sjá einnig: Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Mér finnst persónulega alveg réttmætt að velta vöngum yfir því hvort uppfærslan hefði ekki mátt vera ókeypis og þá sérstaklega með tilliti til þess að markmiðið virðist vera að reyna að fá fleiri til að spila netspilunarhluta leisksin. Samantekt-ish Það að GTA 5 hafi verið gefinn út í enn eitt skiptið er alls ekki það mest spennandi sem hefur gerst að undanförnu. Þá finnst mér eins og Rockstar hefði getað gert meira en það er mögulega bara frekja í mér. Grand Theft Auto 5 er samt einhvern veginn leikur sem allir þurfa að eiga. Þetta er leikur sem alltaf er hægt að grípa í, þó ekki nema bara til að fara á rúntinn, og hafa gaman af. Nú verður bara spennandi að sjá hvort GTA 6 verði kominn út áður en PlayStation 6 kemur á markað og þar af leiðandi enn einn útgáfa GTA V.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira