„Kom aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 14:30 Elín Metta Jensen á stóran þátt í því að Ísland spilar á EM í Englandi í sumar en hún skoraði sex mörk í undankeppninni, þar á meðal dýrmætt mark í 1-1j jafntefli gegn Svíþjóð og tvö mörk í 4-1 sigri gegn Ungverjum. EPA-EFE/Tibor Illyes Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gat valið Elínu Mettu Jensen í landsliðshóp sinn í dag, í fyrsta sinn síðan í júní á síðasta ári. Hann var spurður út í sögusagnir þess efnis að Elín Metta hefði ætlað að hætta í fótbolta. „Ég ræddi við hana um þetta en hún sagði mér aldrei að hún væri hætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Elín Metta missti af landsleikjum síðasta haust vegna meiðsla en hefur jafnað sig af þeim og spilað með Val í vetur. Í byrjun þessa mánaðar var því hins vegar haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að þessi mikla markamaskína hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, 27 ára gömul. Elín Metta svaraði því til við Vísi að það væri einfaldlega rangt en hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Þorsteinn sá engu að síður ástæðu til að heyra hljóðið í Elínu Mettu en eins og fyrr segir fékk hann þá staðfestingu á því að Valskonan yrði áfram til taks fyrir landsliðið sem er á leið í afar mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl og svo í lokakeppni EM í Englandi í júlí. „Reyndar voru þessar fréttir að koma þegar við vorum úti og maður var ekki mikið að stressa sig á þessu þá,“ sagði Þorsteinn sem var með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Bandaríkjunum undir lok febrúar. „Það kom alla vega aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt í fótbolta,“ sagði Þorsteinn en vildi ekki fara nánar út í samskipti sín við Elínu Mettu. Klippa: Þorsteinn um orðróm um Elínu Mettu HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2022 í Englandi Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10 Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
„Ég ræddi við hana um þetta en hún sagði mér aldrei að hún væri hætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Elín Metta missti af landsleikjum síðasta haust vegna meiðsla en hefur jafnað sig af þeim og spilað með Val í vetur. Í byrjun þessa mánaðar var því hins vegar haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að þessi mikla markamaskína hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, 27 ára gömul. Elín Metta svaraði því til við Vísi að það væri einfaldlega rangt en hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Þorsteinn sá engu að síður ástæðu til að heyra hljóðið í Elínu Mettu en eins og fyrr segir fékk hann þá staðfestingu á því að Valskonan yrði áfram til taks fyrir landsliðið sem er á leið í afar mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl og svo í lokakeppni EM í Englandi í júlí. „Reyndar voru þessar fréttir að koma þegar við vorum úti og maður var ekki mikið að stressa sig á þessu þá,“ sagði Þorsteinn sem var með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Bandaríkjunum undir lok febrúar. „Það kom alla vega aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt í fótbolta,“ sagði Þorsteinn en vildi ekki fara nánar út í samskipti sín við Elínu Mettu. Klippa: Þorsteinn um orðróm um Elínu Mettu
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2022 í Englandi Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10 Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10
Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01