Ford sækir um einkaleyfi fyrir „Drift“-stillingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. mars 2022 07:01 Ford Focus RS. Kerfið á bak við stillinguna notar bremsurnar til að auka „drift-ið“ eða skransið. Eins stillir kerfið inngjöfina til að halda skransinu gangandi. Ford sótti um einkaleyfið bæði fyrir rafbíla og sprengihreyfilsbíla. Ford hefur áður notast við drift-stillingu, hún kom fyrst fram í Ford Focus RS. Skjölin sem fylgdu einkaleyfisumsókninni varpa frekara ljósi á smáatriðin. „Stjórnkerfi er notað til að bregðast við því að drift-stillingin er valin, aftengja drifhjólin og heimila hemlunum að læsa dekkjunum og taka stjórn á inngjöfinni og stilla upptakið þannig að ökumaður getur náð viðeigandi hraða til að halda skransinu gangandi,“ segir í umsókninni. Hér má sjá myndband af YouTube rásinni Carfection, þar sem Focus RS drift-ar. „Bifreið hefur vél með sveifarás, rafmótor með drifskafti, framenda aukahlut og með möguleikann á að rjúfa tenginguna í sveifarásnum og drifskaftinu, aflrásin mun senda aflið til viðeigandi hjóla,“ segir enn frekar í umsókninni. Eins og stendur eru drift-stillingar í boði frá öðrum framleiðendum, til að mynda eru Mercdedes-AMG E63 og Volswagen MK8 Golf R. Þessi kerfi senda aukið afl til afturdekkjanna og eigendurnir geta því framkallað skrans á hefðmundnari hátt og í meiri takt við hreina afturhjóladrifsbíla. Kerfið sem Ford hefur hannað og óskað eftir einkaleyfi á er öðruvísi, þökk sé núningsbremsum sem eru til staðar í Ford kerfinu til að setja upp skransið. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent
Ford hefur áður notast við drift-stillingu, hún kom fyrst fram í Ford Focus RS. Skjölin sem fylgdu einkaleyfisumsókninni varpa frekara ljósi á smáatriðin. „Stjórnkerfi er notað til að bregðast við því að drift-stillingin er valin, aftengja drifhjólin og heimila hemlunum að læsa dekkjunum og taka stjórn á inngjöfinni og stilla upptakið þannig að ökumaður getur náð viðeigandi hraða til að halda skransinu gangandi,“ segir í umsókninni. Hér má sjá myndband af YouTube rásinni Carfection, þar sem Focus RS drift-ar. „Bifreið hefur vél með sveifarás, rafmótor með drifskafti, framenda aukahlut og með möguleikann á að rjúfa tenginguna í sveifarásnum og drifskaftinu, aflrásin mun senda aflið til viðeigandi hjóla,“ segir enn frekar í umsókninni. Eins og stendur eru drift-stillingar í boði frá öðrum framleiðendum, til að mynda eru Mercdedes-AMG E63 og Volswagen MK8 Golf R. Þessi kerfi senda aukið afl til afturdekkjanna og eigendurnir geta því framkallað skrans á hefðmundnari hátt og í meiri takt við hreina afturhjóladrifsbíla. Kerfið sem Ford hefur hannað og óskað eftir einkaleyfi á er öðruvísi, þökk sé núningsbremsum sem eru til staðar í Ford kerfinu til að setja upp skransið.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent