Keflavík í leikmannaleit: Óvíst hversu mikið Nacho og Rúnar Þór verða með Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 18:00 Það er mikil vinna framundan hjá Sigurði Ragnari þó stutt sé í mót. Vísir/Hulda Margrét Keflavík er í óðaönn að leita að leikmönnum fyrir komandi átök í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tímabilið hefst þann 18. apríl en þjálfari Keflavíkur telur að það vanti allavega tvo leikmenn til viðbótar í leikmannahóp liðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolti.net um stöðu mála suður með sjó. Þar kom fram að spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er enn frá vegna meiðsla og þá er alls óvíst hvort vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. „Við erum að skoða styrkingar, vonumst til að geta tilkynnt um eitthvað vonandi á næstu dögum. Við þurfum að stækka hópinn okkar. Við viljum bæði fá inn varnar- og kantmann, ekki verra ef leikmenn eru fjölhæfir,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars við Fótbolti.net í dag. Keflavík í leit að tveimur mönnum - Bónus ef Rúnar verður með í sumar https://t.co/9fLZ6VuqHW— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 28, 2022 Hann nefnir einnig að þar sem Keflavík hefur ekki sama fjármagn og mörg önnur lið í Bestu deildinni og því sé gott að fá inn fjölhæfa leikmenn. Varðandi meiðslin hjá Nacho þá er hann byrjaður að skokka en ekkert vitað um hvenær hann má snúa aftur til æfinga. Spænski varnarmaðurinn er með skemmdir í brjóski í hné sem er erfitt að eiga við. Rúnar Þór hefur svo verið að glíma við meiðsli í síðan um mitt síðasta ár. „Hann er að glíma við eitthvað á nárasvæðinu, var með beinmar og verið stífur á mjöðm,“ sagði Sigurður Ragnar um stöðuna á þessum öfluga vinstri bakverði. Ef hann myndi ná að spila í sumar yrði það bónus að mati þjálfarans. Marley Blair (til hægri) er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þá er Adam Árni Róbertsson einnig meiddur en ásamt þremenningunum þá hafa Marley Blair og Ástbjörn Þórðarson yfirgefið Keflavík frá því að síðustu leiktíð lauk. Því er Keflavík í leit að tveimur mönnum til að fylla skarð þeirra tveggja. Keflavík endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð með 21 stig, einu stigi meira en HK sem féll með 20 stig. Keflavík fær verðugt verkefni í 1. umferð Bestu deildarinnar en liðið heimsækir þá Breiðablik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolti.net um stöðu mála suður með sjó. Þar kom fram að spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er enn frá vegna meiðsla og þá er alls óvíst hvort vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. „Við erum að skoða styrkingar, vonumst til að geta tilkynnt um eitthvað vonandi á næstu dögum. Við þurfum að stækka hópinn okkar. Við viljum bæði fá inn varnar- og kantmann, ekki verra ef leikmenn eru fjölhæfir,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars við Fótbolti.net í dag. Keflavík í leit að tveimur mönnum - Bónus ef Rúnar verður með í sumar https://t.co/9fLZ6VuqHW— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 28, 2022 Hann nefnir einnig að þar sem Keflavík hefur ekki sama fjármagn og mörg önnur lið í Bestu deildinni og því sé gott að fá inn fjölhæfa leikmenn. Varðandi meiðslin hjá Nacho þá er hann byrjaður að skokka en ekkert vitað um hvenær hann má snúa aftur til æfinga. Spænski varnarmaðurinn er með skemmdir í brjóski í hné sem er erfitt að eiga við. Rúnar Þór hefur svo verið að glíma við meiðsli í síðan um mitt síðasta ár. „Hann er að glíma við eitthvað á nárasvæðinu, var með beinmar og verið stífur á mjöðm,“ sagði Sigurður Ragnar um stöðuna á þessum öfluga vinstri bakverði. Ef hann myndi ná að spila í sumar yrði það bónus að mati þjálfarans. Marley Blair (til hægri) er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þá er Adam Árni Róbertsson einnig meiddur en ásamt þremenningunum þá hafa Marley Blair og Ástbjörn Þórðarson yfirgefið Keflavík frá því að síðustu leiktíð lauk. Því er Keflavík í leit að tveimur mönnum til að fylla skarð þeirra tveggja. Keflavík endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð með 21 stig, einu stigi meira en HK sem féll með 20 stig. Keflavík fær verðugt verkefni í 1. umferð Bestu deildarinnar en liðið heimsækir þá Breiðablik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira