Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 12:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar sér að óska eftir skýringum á því að ekkert sé að finna um uppbyggingu þjóðarleikvanga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Vísir/Egill/Atli Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. Þetta segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég er mjög undrandi miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið á þessum vetri og ekki síst í aðdraganda þingkosninga í haust. Þessi fjármálaáætlun nær fram yfir þann 2027, fram yfir næstu þingkosningar og starfstíma ríkisstjórnarinnar.“ Framtíð Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Börn í Laugardal geta ekki beðið lengur „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna. Það er líka alveg ljóst að ekki er hægt að bíða með betri íþróttaaðstöðu fyrir börn í Laugardal. Það hefur verið spurning hvort ætti að vinna þetta saman, nýjan þjóðarleikvang og nýtt íþróttahús fyrir félögin í Laugardal. Reykjavíkurborg ætlar sér að nýta þá fjármuni sem hafa verið settir til hliðar, um tvo milljarða króna, í að koma upp nýju íþróttahúsi fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal,“ segir Dagur, en þar hefur verið rætt um að koma upp húsi á bílaplaninu við gervigrasvöllinn í Laugardal. Vildi gefa ríkisstjórninni svigrúm Á íbúafundi í Laugardal þann 14. febrúar nefndi Dagur að hann myndi leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef þjóðarhöll yrði ekki að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Ég mun óska eftir skýringum, en ég nefndi þennan dag þar sem ég taldi rétt að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að klára sín mál og þá yrði búið að ræða fjármálaáætlun á þinginu. Ef svörin yrðu á þá leið að fresta framkvæmdum, þá lægi það fyrir að Reykjavíkurborg gæti ekki beðið.“ Aðspurður um hvenær framkvæmdir við íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann gætu þá farið af stað segir Dagur að það gæti verið mjög hratt. Undirbúningsvinna hafi þegar verið unnin, þarfagreining og fleira. Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stálu af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Þetta segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég er mjög undrandi miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið á þessum vetri og ekki síst í aðdraganda þingkosninga í haust. Þessi fjármálaáætlun nær fram yfir þann 2027, fram yfir næstu þingkosningar og starfstíma ríkisstjórnarinnar.“ Framtíð Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Börn í Laugardal geta ekki beðið lengur „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna. Það er líka alveg ljóst að ekki er hægt að bíða með betri íþróttaaðstöðu fyrir börn í Laugardal. Það hefur verið spurning hvort ætti að vinna þetta saman, nýjan þjóðarleikvang og nýtt íþróttahús fyrir félögin í Laugardal. Reykjavíkurborg ætlar sér að nýta þá fjármuni sem hafa verið settir til hliðar, um tvo milljarða króna, í að koma upp nýju íþróttahúsi fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal,“ segir Dagur, en þar hefur verið rætt um að koma upp húsi á bílaplaninu við gervigrasvöllinn í Laugardal. Vildi gefa ríkisstjórninni svigrúm Á íbúafundi í Laugardal þann 14. febrúar nefndi Dagur að hann myndi leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef þjóðarhöll yrði ekki að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Ég mun óska eftir skýringum, en ég nefndi þennan dag þar sem ég taldi rétt að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að klára sín mál og þá yrði búið að ræða fjármálaáætlun á þinginu. Ef svörin yrðu á þá leið að fresta framkvæmdum, þá lægi það fyrir að Reykjavíkurborg gæti ekki beðið.“ Aðspurður um hvenær framkvæmdir við íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann gætu þá farið af stað segir Dagur að það gæti verið mjög hratt. Undirbúningsvinna hafi þegar verið unnin, þarfagreining og fleira.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stálu af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03