Ljósleiðaradeildin: Kristján og Tómas myndu eyða sumarfríinu í Inferno Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2022 22:30 Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson veltu fyrir sér hvaða kort yrði fyrir valinu sem áfangastaður í næsta sumarfríi. Stöð 2 eSport Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson, lýsendur Ljósleiðaradeildarinnar, leiddust út í áhugaverða umræðu fyrir viðureign Þórs og Kórdrenga í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Þeir veltu því þá fyrir sér hvaða kort í CS:GO yrði fyrir valinu ef þeir þyrftu að velja eitt þeirra til að eyða sumarfríinu sínu í. „Inferno-mappið. Kjúklingar, ítölsk tónlist og allt bara yndislegt,“ sagði Kristján í upphafi innslagsins þegar ljóst var að viðureign Þórs og Kórdrengja myndi fara þar fram. „Bara allt upp á 10,5. Alveg 100 prósent,“ svaraði Tómas. Strákarnir ákváðu síðan að reyna að þylja upp allt sem má finna á kortinu. Vespa, skellinaðra, hjól og líkkistur voru meðal þeirra hluta sem strákarnir mundu eftir. „Inferno hefur bara allt,“ sagði Kristján. „Ef ég væri að kaupa mér sumarfrí í eitthvað map í CS:GO. Það er góður klúbbur í Overpass, en ég hugsa að það yrði Inferno.“ Tómas tók sér aðeins lengri tíma í að velta þessu mjög svo mikilvæga máli fyrir sér, en var svo að lokum sammála kollega sínum. Þessa skemmtilegu umræðu þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Sumarfrí í Inferno Ljósleiðaradeildin Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti
Þeir veltu því þá fyrir sér hvaða kort í CS:GO yrði fyrir valinu ef þeir þyrftu að velja eitt þeirra til að eyða sumarfríinu sínu í. „Inferno-mappið. Kjúklingar, ítölsk tónlist og allt bara yndislegt,“ sagði Kristján í upphafi innslagsins þegar ljóst var að viðureign Þórs og Kórdrengja myndi fara þar fram. „Bara allt upp á 10,5. Alveg 100 prósent,“ svaraði Tómas. Strákarnir ákváðu síðan að reyna að þylja upp allt sem má finna á kortinu. Vespa, skellinaðra, hjól og líkkistur voru meðal þeirra hluta sem strákarnir mundu eftir. „Inferno hefur bara allt,“ sagði Kristján. „Ef ég væri að kaupa mér sumarfrí í eitthvað map í CS:GO. Það er góður klúbbur í Overpass, en ég hugsa að það yrði Inferno.“ Tómas tók sér aðeins lengri tíma í að velta þessu mjög svo mikilvæga máli fyrir sér, en var svo að lokum sammála kollega sínum. Þessa skemmtilegu umræðu þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Sumarfrí í Inferno
Ljósleiðaradeildin Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti