Opna Sirkus á ný Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. apríl 2022 23:01 Einn vinsælasti veitingastaður og bar Reykjavíkur til margra ára, Sirkus, hefur snúið aftur eftir fimmtán ára hlé. Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði á ný í Reykjavík í kvöld en hann hefur ekki verið starfræktur þar í fimmtán ár. Í millitíðinni var staðurinn til húsa hjá frændum okkar í Færeyjum og um skamman tíma á Seyðisfirði. Sirkus opnar nú á nýjum stað við Lækjargötu en hann var áður á Klapparstíg, líkt og flestir reykvískir djammarar í flokknum 35 ára og eldri muna. Fréttastofa kíkti við á Sirkus í kvöldfréttum þar sem útvaldir voru komnir saman í opnunarpartí. Fréttamaður rakst þar á Jóel Briem sem stendur að opnun staðarins ásamt Guðfinni Karlssyni eða Finna á Prikinu líkt og hann er oft kallaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jóel Briem annar eigandi Sirkus.Vísir/Egill Jóel segir rétta tímann vera nú til að opna Sirkus á ný og að fullkomið húsnæði hafi fundist undir starfsemina. „Við erum bara rosalega glöð,“ segir hann. Hann segir að um sama gamla Sirkus sé að ræða en þó hafi staðurinn þróast aðeins. Í þetta skiptið verður einnig boðið upp á indverskan mat og í kjallaranum er aðstaða til að kasta pílum og leika ballskák. Almenningi var hleypt inn á endurlífgaðan Sirkus klukkan sjö í kvöld og tónlist verður spiluð og bjórum dælt til klukkan þrjú í nótt. Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum og óhætt er að gera ráð fyrir að fólk komi til með að skemmta sér vel fram á rauða nótt. „Það verður bara rosalegt stuð held ég og vonandi koma bara sem flestir,“ segir Jóel að lokum. Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði á ný í Reykjavík í kvöld en hann hefur ekki verið starfræktur þar í fimmtán ár. Í millitíðinni var staðurinn til húsa hjá frændum okkar í Færeyjum og um skamman tíma á Seyðisfirði. Sirkus opnar nú á nýjum stað við Lækjargötu en hann var áður á Klapparstíg, líkt og flestir reykvískir djammarar í flokknum 35 ára og eldri muna. Fréttastofa kíkti við á Sirkus í kvöldfréttum þar sem útvaldir voru komnir saman í opnunarpartí. Fréttamaður rakst þar á Jóel Briem sem stendur að opnun staðarins ásamt Guðfinni Karlssyni eða Finna á Prikinu líkt og hann er oft kallaður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jóel Briem annar eigandi Sirkus.Vísir/Egill Jóel segir rétta tímann vera nú til að opna Sirkus á ný og að fullkomið húsnæði hafi fundist undir starfsemina. „Við erum bara rosalega glöð,“ segir hann. Hann segir að um sama gamla Sirkus sé að ræða en þó hafi staðurinn þróast aðeins. Í þetta skiptið verður einnig boðið upp á indverskan mat og í kjallaranum er aðstaða til að kasta pílum og leika ballskák. Almenningi var hleypt inn á endurlífgaðan Sirkus klukkan sjö í kvöld og tónlist verður spiluð og bjórum dælt til klukkan þrjú í nótt. Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum og óhætt er að gera ráð fyrir að fólk komi til með að skemmta sér vel fram á rauða nótt. „Það verður bara rosalegt stuð held ég og vonandi koma bara sem flestir,“ segir Jóel að lokum.
Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira