Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:00 Katla er í einlægu viðtali um föðurmissinn í nýjasta þættinum af Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Helgi Ómars „Það sem ég mæli með fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta er að tala opinskátt um hlutina,“ segir Katla Njálsdóttir Þórudóttir. Hún missti föður sinn Njál Þórðarson aðeins sextán ára gömul eftir mjög stutta og erfiða baráttu við krabbamein. „Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fokk ég er með krabbamein Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira
„Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fokk ég er með krabbamein Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira