Hinn 27 ára gamli Laporte var í ítarlegu viðtali við enska miðilinn The Guardian og ræddi meðal annars leikstíl Man City og gott gengi liðsins á undanförnum árum.
Ásamt því að segja að ekkert lið í heiminum spili eins og City undir stjórn Pep Guardiola þá skaut miðvörðurinn einnig létt á nágranna City í Manchester-borg.
„Við höfum unnið 11 bikara á fjórum árum, það getur pirrað fólk, eins og nágranna okkar sem hafa ekki unnið neitt á sama tíma.“
Aymeric Laporte didn't hold back pic.twitter.com/JBOJ89qXTe
— ESPN UK (@ESPNUK) April 1, 2022
Hann minntist einnig á að fótboltamenn ættu það til að segja aldrei sannleikann en það er ljóst að Laporte sat ekki á skoðunum sínum þarna.
Miðvörðurinn knái gekk í raðir Man City í janúar 2018. Síðan þá hefur félagið unnið þrjá Englandsmeistaratitla, jafn marga deildarbikartitla, einn FA bikar og einn góðgerðaskjöld. Liðið gæt bætt við þennan fjölda í vor en það er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.