Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2022 13:03 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg kveikti formlega á nýja kerfinu í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti. Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sundlaugar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sundlaugar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira