Everton heldur áfram að tapa á útivelli Atli Arason skrifar 3. apríl 2022 15:30 Michael Oliver sýnir Michael Keane rauða spjaldið í leiknum í dag. Getty Images West Ham vann Everton 2-1 á heimavelli í dag. Everton er því áfram án sigurs í útileik undir stjórn Frank Lampard en þetta var 11. leikur Lampard með liðið og sá 5. á útivelli í öllum keppnum. Aaron Cresswell gerði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu og það var ekki af verri gerðinni en Cresswell var að leika sinn 250. leik í úrvalsdeildinni. Í hálfleik var Everton ekki búið að ná skoti á markramma West Ham, þá voru liðnar 376 mínútur af fótbolta frá því að Everton átti síðan tilraun að marki andstæðinga. Gestirnir voru þó beittari í upphafi síðari hálfleiks og það leið ekki að löngu áður en fyrsta marktilraun og síðar fyrsta mark Everton kom þegar Mason Holgate skoraði á 53. mínútu. Var mark Holgate það fyrsta sem Everton skorarar á útvelli undir stjórn Lampard, ef sjálfsmark Jamal Lascelles, leikmann Newcastle, er ekki tekið með í reikningin. Gestirnir voru þó ekki lengí í paradís þar sem Jarrod Bowen kemur West Ham aftur yfir fimm mínútum síðar eftir slæm mistök í vörn Everton. Vont var síðan verra þegar Michael Keane, varnarmaður Everton fékk rautt spjald á 65. mínútu og gerði í raun vonir Everton um endurkomu að engu. 2-1 urðu lokatölur. West Ham fer uppfyrir Manchester United í sjötta sætið með sigrinum. Bæði lið eru með 51 stig en West Ham með betri markatölu. Manchester United á þó einn leik til góða á Lundúnarliðið. Næsti leikur liðsins er gegn Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudag. Everton er hins vegar í afar slæmum málum. Liðið er með 25 stig í 17. sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu. Næsti leikur Everton er sex stiga fallbaráttuslagur við lið Burnley á miðvikudaginn næsta. 3 - Frank Lampard's Everton side have been given three red cards in their last three Premier League games. Lampard himself was only shown three red cards in his 609-game career as a player in the competition. Bite. pic.twitter.com/rWqRcZkua6— OptaJoe (@OptaJoe) April 3, 2022 Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Aaron Cresswell gerði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu og það var ekki af verri gerðinni en Cresswell var að leika sinn 250. leik í úrvalsdeildinni. Í hálfleik var Everton ekki búið að ná skoti á markramma West Ham, þá voru liðnar 376 mínútur af fótbolta frá því að Everton átti síðan tilraun að marki andstæðinga. Gestirnir voru þó beittari í upphafi síðari hálfleiks og það leið ekki að löngu áður en fyrsta marktilraun og síðar fyrsta mark Everton kom þegar Mason Holgate skoraði á 53. mínútu. Var mark Holgate það fyrsta sem Everton skorarar á útvelli undir stjórn Lampard, ef sjálfsmark Jamal Lascelles, leikmann Newcastle, er ekki tekið með í reikningin. Gestirnir voru þó ekki lengí í paradís þar sem Jarrod Bowen kemur West Ham aftur yfir fimm mínútum síðar eftir slæm mistök í vörn Everton. Vont var síðan verra þegar Michael Keane, varnarmaður Everton fékk rautt spjald á 65. mínútu og gerði í raun vonir Everton um endurkomu að engu. 2-1 urðu lokatölur. West Ham fer uppfyrir Manchester United í sjötta sætið með sigrinum. Bæði lið eru með 51 stig en West Ham með betri markatölu. Manchester United á þó einn leik til góða á Lundúnarliðið. Næsti leikur liðsins er gegn Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudag. Everton er hins vegar í afar slæmum málum. Liðið er með 25 stig í 17. sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu. Næsti leikur Everton er sex stiga fallbaráttuslagur við lið Burnley á miðvikudaginn næsta. 3 - Frank Lampard's Everton side have been given three red cards in their last three Premier League games. Lampard himself was only shown three red cards in his 609-game career as a player in the competition. Bite. pic.twitter.com/rWqRcZkua6— OptaJoe (@OptaJoe) April 3, 2022
Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira