#mínarbuxur: Gamlar hugmyndir um hvernig alvöru nauðgun lítur út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 22:01 Steinunn segir viðhorf dómarans gamaldags. vísir Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot í vikunni. Dómurinn hefur vakið mikla reiði og komið af stað bylgju á samfélagsmiðlum en fólki þykir dómarinn velta því þar upp hvort konan hafi verið í of þröngum buxum til að brotið hafi getað átt sér stað. Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira