Konan hans Klopp hannaði að hans mati „besta barinn“ í Liverpool á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 09:01 Jürgen Klopp fagnar sigrinum á Watford um helgina. Hann hefur væntanlega farið á litla barinn sinn á Anfield eftir leikinn. Getty/Clive Brunskill Nú vitum við hvar Jürgen Klopp heldur sig eftir heimaleiki Liverpool á Anfield. Hann og hans fólk hafa útbúið sér sérstakan samastað undir nýju stóru stúkunni á leikvanginum. Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira