Klopp segir að illa hafi verið komið fram við kvennalið Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2022 23:30 Klopp er mjög ánægður að kvennalið Liverpool sé komið aftur upp í deild þeirra bestu. EPA-EFE/ANDREW YATES Jürgen Klopp, þjálfari karlaliðs Liverpool, hrósaði kvennaliði félagsins fyrir að vinna sér sæti í efstu deild. Hann segir þó góða ástæðu fyrir því að þetta sigursæla félag hafi fallið um deild, það var einfaldlega ekki komið nægilega vel fram við liðið. Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira