Lögreglan á Suðurnesjum snýr aftur á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2022 14:48 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist vona að Facebook-síða embættisins fari aftur í loftið síðar í vikunni. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglan á Suðurnesjum hefur snúið aftur á Facebook, um þremur mánuðum eftir að embættið tilkynnti að ákvörðun hafi verið tekin að hætta á samfélagsmiðlinum vegna persónuverndarsjónarmiða. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári.
Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira