Styttist í að Ten Hag verði tilkynntur sem nýr þjálfari Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 08:00 Ten Hag verður vonandi hressari á hliðarlínunni á Old Trafford. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Allt bendir til þess að Erik ten Hag, þjálfari Ajax, verði næsti þjálfari Manchester United. Hann hefur verið í umræðunni allt frá því Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn og stefnir í að hann taki við fyrr heldur en síðar. Eftir að Solskjær fékk sparkið fyrr á leiktíðinni var hinn 52 ára gamli Ten Hag með fyrstu nöfnunum sem nefnd voru til sögunnar. Hann hefur náð aðdáunarverðum árangri með Ajax á undanförnum árum og heillar það forráðamenn Man United. Mauricio Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, var hitt nafnið sem var hvað mest í umræðunni. Virðist sem allir fyrrverandi – og núverandi – leikmenn Man United vilji fá hann til starfa. Mögulega hefur það haft áhrif á forráðamenn félagsins. Manchester United set to finalise Erik ten Hag appointment. Ajax coach now the chosen candidate after topping four-man shortlist https://t.co/5gjZLGlhQM— Mark Ogden (@MarkOgden_) April 6, 2022 Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins telja þeir sem stjórna á Old Trafford að Ten Hag passi betur inn í teymið sem hefur verið búið til eftir að Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, ákvað að róa á önnur mið. Ralf Rangnick, núverandi þjálfari liðsins, yrði í ráðgjafahlutverkinu sem hefur verið svo oft rætt um. Darren Fletcher yrði svo hálfgerður yfirmaður knattspyrnumála ásamt John Murtough. Það virðist sem Ten Hag verði ekki kynntur fyrr en ljóst er hvort Ajax vinni hollenska meistaratitilinn eður ei en félagið er sem stendur með fjögurra stiga forskot á PSV þegar sex umferðir eru eftir. Fari svo að Ajax vinni deildina þá yrði það í þriðja sinn undir stjórn Ten Hag. Manchester United are close to finalising the appointment of their new manager - with Erik ten Hag expected to be announced as their chosen candidate.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2022 Liðið hefur einnig unnið bikarkeppnina tvívegis og svo var það hársbreidd frá því að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þegar það féll úr leik gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum. Talið er að reynslumikill aðstoðarþjálfari verði einnig ráðinn til að aðstoða Ten Hag. Helst einhver sem þekkir Manchester United. René Meulensteen og Steve McClaren hafa verið nefndir til sögunnar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00 Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30 Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30 Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Eftir að Solskjær fékk sparkið fyrr á leiktíðinni var hinn 52 ára gamli Ten Hag með fyrstu nöfnunum sem nefnd voru til sögunnar. Hann hefur náð aðdáunarverðum árangri með Ajax á undanförnum árum og heillar það forráðamenn Man United. Mauricio Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, var hitt nafnið sem var hvað mest í umræðunni. Virðist sem allir fyrrverandi – og núverandi – leikmenn Man United vilji fá hann til starfa. Mögulega hefur það haft áhrif á forráðamenn félagsins. Manchester United set to finalise Erik ten Hag appointment. Ajax coach now the chosen candidate after topping four-man shortlist https://t.co/5gjZLGlhQM— Mark Ogden (@MarkOgden_) April 6, 2022 Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins telja þeir sem stjórna á Old Trafford að Ten Hag passi betur inn í teymið sem hefur verið búið til eftir að Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, ákvað að róa á önnur mið. Ralf Rangnick, núverandi þjálfari liðsins, yrði í ráðgjafahlutverkinu sem hefur verið svo oft rætt um. Darren Fletcher yrði svo hálfgerður yfirmaður knattspyrnumála ásamt John Murtough. Það virðist sem Ten Hag verði ekki kynntur fyrr en ljóst er hvort Ajax vinni hollenska meistaratitilinn eður ei en félagið er sem stendur með fjögurra stiga forskot á PSV þegar sex umferðir eru eftir. Fari svo að Ajax vinni deildina þá yrði það í þriðja sinn undir stjórn Ten Hag. Manchester United are close to finalising the appointment of their new manager - with Erik ten Hag expected to be announced as their chosen candidate.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2022 Liðið hefur einnig unnið bikarkeppnina tvívegis og svo var það hársbreidd frá því að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þegar það féll úr leik gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum. Talið er að reynslumikill aðstoðarþjálfari verði einnig ráðinn til að aðstoða Ten Hag. Helst einhver sem þekkir Manchester United. René Meulensteen og Steve McClaren hafa verið nefndir til sögunnar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00 Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30 Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30 Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00
Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30
Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30
Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31