Ragnar lenti í fárviðri á slóðum Shackleton og þurfti að binda sig við þilfarið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2022 07:00 Ragnar Axelsson ljósmyndari rifjar upp sjávarháska Shackletons og eigið ævintýri á sömu slóðum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. RAX Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar Axelsson sömu leið og breski heimskautafarinn Sir Ernest Shackleton. Vísindamenn fundu flak skip hans Endurance, í síðasta mánuði, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni. „Hann var næstum því fyrstur á Suðurpólinn en hann sneri við þegar hann sá að hann hafði ekki mat og vistir til að komast til baka. Hann þurfti að bjarga mönnunum sínum,“ rifjar RAX upp í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra brotnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ljósmyndarinn lenti sjálfur í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr. Hann þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lentu í á þessum fræga leiðangri. „Þegar ég sigldi þessa leið, þá hugsaði ég stanslaust um hvernig hún hefði verið. Þetta er eitt versta sjólag á jörðinni.“ Þáttinn Sjávarháski Shackletons má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Sjávarháski Shackletons Ævintýraheimur á Suðurskautinu Árið 2010 heimsótti fyrrum forsætisráðherra Frakklands, Michel Rocard, Ísland. Hann heillaðist af myndum Ragnars og bauð honum með sér í ferð á Suðurskautið. Fjallað var um það í síðasta þætti af RAX Augnablik sem má sjá hér fyrir neðan. Dýralífið á Suðurskautinu fangaði hug Ragnars en hann komst í návígi við mörgæsir og seli og náði af þeim einstökum myndum, meðal annars þar sem forsætisráðherrann fyrrverandi rökræddi við mörgæsirnar. Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Ljósmyndun RAX Suðurskautslandið Tengdar fréttir „Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“ Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið. 3. apríl 2022 07:00 Slátruðu 250 þúsund hreindýrum þegar vírus fannst á svæðinu Ragnari Axelssyni langaði að skrásetja með myndum líf hreindýrahirðingjanna á Síberísku túndrunni, en til þess þurfti hann að ferðast til borgar sem aðeins var hægt að ferðast til ef manni væri boðið þangað. 2. apríl 2022 12:01 „Eins og að búa í tjaldi uppi á Esjunni allt árið“ Ragnar Axelsson á ótal minningar af ferðalögum um Síberíu, þar á meðal þegar hann prófaði að skjóta úr byssu úti í skógi í leit að „Wolverine.“ 27. mars 2022 07:00 Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar. 20. mars 2022 07:00 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
„Hann var næstum því fyrstur á Suðurpólinn en hann sneri við þegar hann sá að hann hafði ekki mat og vistir til að komast til baka. Hann þurfti að bjarga mönnunum sínum,“ rifjar RAX upp í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra brotnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ljósmyndarinn lenti sjálfur í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr. Hann þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lentu í á þessum fræga leiðangri. „Þegar ég sigldi þessa leið, þá hugsaði ég stanslaust um hvernig hún hefði verið. Þetta er eitt versta sjólag á jörðinni.“ Þáttinn Sjávarháski Shackletons má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Sjávarháski Shackletons Ævintýraheimur á Suðurskautinu Árið 2010 heimsótti fyrrum forsætisráðherra Frakklands, Michel Rocard, Ísland. Hann heillaðist af myndum Ragnars og bauð honum með sér í ferð á Suðurskautið. Fjallað var um það í síðasta þætti af RAX Augnablik sem má sjá hér fyrir neðan. Dýralífið á Suðurskautinu fangaði hug Ragnars en hann komst í návígi við mörgæsir og seli og náði af þeim einstökum myndum, meðal annars þar sem forsætisráðherrann fyrrverandi rökræddi við mörgæsirnar. Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Ljósmyndun RAX Suðurskautslandið Tengdar fréttir „Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“ Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið. 3. apríl 2022 07:00 Slátruðu 250 þúsund hreindýrum þegar vírus fannst á svæðinu Ragnari Axelssyni langaði að skrásetja með myndum líf hreindýrahirðingjanna á Síberísku túndrunni, en til þess þurfti hann að ferðast til borgar sem aðeins var hægt að ferðast til ef manni væri boðið þangað. 2. apríl 2022 12:01 „Eins og að búa í tjaldi uppi á Esjunni allt árið“ Ragnar Axelsson á ótal minningar af ferðalögum um Síberíu, þar á meðal þegar hann prófaði að skjóta úr byssu úti í skógi í leit að „Wolverine.“ 27. mars 2022 07:00 Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar. 20. mars 2022 07:00 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
„Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“ Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið. 3. apríl 2022 07:00
Slátruðu 250 þúsund hreindýrum þegar vírus fannst á svæðinu Ragnari Axelssyni langaði að skrásetja með myndum líf hreindýrahirðingjanna á Síberísku túndrunni, en til þess þurfti hann að ferðast til borgar sem aðeins var hægt að ferðast til ef manni væri boðið þangað. 2. apríl 2022 12:01
„Eins og að búa í tjaldi uppi á Esjunni allt árið“ Ragnar Axelsson á ótal minningar af ferðalögum um Síberíu, þar á meðal þegar hann prófaði að skjóta úr byssu úti í skógi í leit að „Wolverine.“ 27. mars 2022 07:00
Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar. 20. mars 2022 07:00