KSÍ vill ræða við stjórnvöld án tafar: „Óviðunandi fyrir íslenska þjóð“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 15:50 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eru meðal bestu landsliða heims en spila heimaleiki sína á leikvangi sem er löngu kominn til ára sinna. vísir/hulda margrét Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna umræðu um nýjan þjóðarleikvang í knattspyrn. Hún segir óviðunandi fyrir íslenska þjóð að raunveruleg hætta sé á að Ísland megi ekki spila heimaleiki á Íslandi. Laugardalsvöllur er kominn til ára sinna og hefur raunar um árabil ekki fullnægt alþjóðlegum kröfum vegna landsleikja auk þess sem ekki er hægt að spila á vellinum stóran hluta ársins. Bendir stjórn KSÍ á að þolinmæði alþjóðlegra knattspyrnusambanda vegna vallarins sé ekki endalaus. Málefni þjóðarleikvanga komust enn og aftur í umræðuna á dögunum þegar ljóst varð að ekki hefur enn verið gert ráð fyrir kostnaði vegna þeirra í fjármálaáætlun sem gildir til ársins 2027. Stjórn KSÍ bendir á að málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu hafi verið til umræðu í mörg ár og fulltrúar KSÍ komið með ýmsum hætti að undirbúningi, samráði og starfi ýmissa vinnuhópa. Stjórnin óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning á þessu ári Í yfirlýsingu stjórnar KSÍ segir meðal annars: „Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið.“ Yfirlýsinguna í heild má lesa hér að neðan. Ályktun stjórnar KSÍ um þjóðarleikvang: Vegna umræðu og umfjöllunar um málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu vill stjórn koma því á framfæri og árétta að málefni þjóðarleikvangs eru langt frá því að vera á upphafsreit. Fulltrúar KSÍ og knattspyrnunnar hafa undanfarin ár tekið virkan og reglulegan þátt í samráði, undirbúningi og starfi ýmissa vinnuhópa og átt í reglulegum samskiptum, formlegum og óformlegum, við fulltrúa ríkis og borgar og annarra aðila vegna málefna þjóðarleikvangs. Meðal skrefa sem hafa verið tekin má nefna þátttöku í sérstakri ráðstefnu um þjóðarleikvang í samstarfi við bresk-íslenska viðskiptaráðið, stofnun félags með aðild KSÍ, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem ætlað var að „starfa að undirbúningi og mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal“, útboði á ráðgjafaþjónustu fyrir þjóðarleikvang þar sem markmiðið var að „leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar“, og svo mætti áfram telja. Ekki má heldur gleyma því að haustið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að „hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra“. Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið. Stjórn KSÍ óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Nýr þjóðarleikvangur Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir ÍSÍ ályktar vegna umræðu um þjóðarleikvanga: „Algerlega óásættanlegt“ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna umræðu um framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið Íslands. 31. mars 2022 20:00 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Laugardalsvöllur er kominn til ára sinna og hefur raunar um árabil ekki fullnægt alþjóðlegum kröfum vegna landsleikja auk þess sem ekki er hægt að spila á vellinum stóran hluta ársins. Bendir stjórn KSÍ á að þolinmæði alþjóðlegra knattspyrnusambanda vegna vallarins sé ekki endalaus. Málefni þjóðarleikvanga komust enn og aftur í umræðuna á dögunum þegar ljóst varð að ekki hefur enn verið gert ráð fyrir kostnaði vegna þeirra í fjármálaáætlun sem gildir til ársins 2027. Stjórn KSÍ bendir á að málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu hafi verið til umræðu í mörg ár og fulltrúar KSÍ komið með ýmsum hætti að undirbúningi, samráði og starfi ýmissa vinnuhópa. Stjórnin óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning á þessu ári Í yfirlýsingu stjórnar KSÍ segir meðal annars: „Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið.“ Yfirlýsinguna í heild má lesa hér að neðan. Ályktun stjórnar KSÍ um þjóðarleikvang: Vegna umræðu og umfjöllunar um málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu vill stjórn koma því á framfæri og árétta að málefni þjóðarleikvangs eru langt frá því að vera á upphafsreit. Fulltrúar KSÍ og knattspyrnunnar hafa undanfarin ár tekið virkan og reglulegan þátt í samráði, undirbúningi og starfi ýmissa vinnuhópa og átt í reglulegum samskiptum, formlegum og óformlegum, við fulltrúa ríkis og borgar og annarra aðila vegna málefna þjóðarleikvangs. Meðal skrefa sem hafa verið tekin má nefna þátttöku í sérstakri ráðstefnu um þjóðarleikvang í samstarfi við bresk-íslenska viðskiptaráðið, stofnun félags með aðild KSÍ, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem ætlað var að „starfa að undirbúningi og mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal“, útboði á ráðgjafaþjónustu fyrir þjóðarleikvang þar sem markmiðið var að „leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar“, og svo mætti áfram telja. Ekki má heldur gleyma því að haustið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að „hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra“. Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið. Stjórn KSÍ óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin.
Ályktun stjórnar KSÍ um þjóðarleikvang: Vegna umræðu og umfjöllunar um málefni þjóðarleikvangs í knattspyrnu vill stjórn koma því á framfæri og árétta að málefni þjóðarleikvangs eru langt frá því að vera á upphafsreit. Fulltrúar KSÍ og knattspyrnunnar hafa undanfarin ár tekið virkan og reglulegan þátt í samráði, undirbúningi og starfi ýmissa vinnuhópa og átt í reglulegum samskiptum, formlegum og óformlegum, við fulltrúa ríkis og borgar og annarra aðila vegna málefna þjóðarleikvangs. Meðal skrefa sem hafa verið tekin má nefna þátttöku í sérstakri ráðstefnu um þjóðarleikvang í samstarfi við bresk-íslenska viðskiptaráðið, stofnun félags með aðild KSÍ, Reykjavíkurborgar og ríkisins sem ætlað var að „starfa að undirbúningi og mögulegri uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal“, útboði á ráðgjafaþjónustu fyrir þjóðarleikvang þar sem markmiðið var að „leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar“, og svo mætti áfram telja. Ekki má heldur gleyma því að haustið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að „hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra“. Að mati stjórnar KSÍ er það fullkomlega óásættanlegt ef ekki verður ráðist í undirbúning að byggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu á þessu ári eftir það sem á undan er gengið. Það verður að tryggja íslenskum landsliðum sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og öllum þeim sem koma að slíkum keppnum og leikjum viðeigandi og viðunandi aðstöðu, hvort sem um ræðir keppendur, stuðningsmenn, fjölmiðla eða aðra, og það er brýnt að ráðist sé í þetta verkefni strax. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð að á því sé raunveruleg hætta að heimaleikir íslenskra landsliða í knattspyrnu þurfi að fara fram á erlendri grundu. Þjóðarleikvangar í knattspyrnu og öðrum íþróttum verða að vera hluti af fjármálaáætlun og það verður að eyrnamerkja fjármagn til þeirra framkvæmda. Íslenskar íþróttir eiga það skilið. Stjórn KSÍ óskar eftir frekari viðræðum við stjórnvöld án tafar um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin.
Nýr þjóðarleikvangur Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Tengdar fréttir ÍSÍ ályktar vegna umræðu um þjóðarleikvanga: „Algerlega óásættanlegt“ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna umræðu um framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið Íslands. 31. mars 2022 20:00 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
ÍSÍ ályktar vegna umræðu um þjóðarleikvanga: „Algerlega óásættanlegt“ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna umræðu um framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið Íslands. 31. mars 2022 20:00
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03