Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. apríl 2022 12:28 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út. Mynd/Helgi Helgason Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. „Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
„Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira