„Það eru engin leyndarmál í þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2022 08:00 Sif Atladóttir lék sinn 87. landsleik gegn Hvíta-Rússlandi á fimmtudaginn. vísir/bjarni Sif Atladóttir, aldursforseti íslenska fótboltalandsliðsins, á von á erfiðum leik gegn Tékkum í undankeppni HM á þriðjudaginn. Með sigri í honum komast Íslendingar á topp C-riðils undankeppninnar. „Leikurinn er mjög mikilvægur. Við erum í góðri stöðu og viljum halda okkur þar. Leikurinn verður erfiður. Þær eru að berjast upp á líf og dauða. Þetta verður skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Sif í samtali við Vísi á hóteli íslenska liðsins í Prag í gær. Leikurinn á þriðjudaginn verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á sex mánuðum. Íslendingar unnu fyrstu tvo leikina, 4-0 í undankeppni HM og 1-2 á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum. „Þær vilja spila fótbolta og halda boltanum. Það er áskorun fyrir okkur að mæta þeim. Við spiluðum við þær á SheBelieves Cup fyrir mánuði. Þær eiga harma að hefna og sýna okkur að leikurinn heima var óhapp. Mér finnst við hafa þróað leik okkar vel og við einbeitum okkur að því verður þetta góður leikur,“ sagði Sif. Klippa: Viðtal við Sif Atladóttur Hún segir ekkert skrítið að mæta sama liðinu aftur, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa spilað við það á æfingamóti. „Nei, það eru allir að njósna um alla og það eru engin leyndarmál í þessu. Það er bara spurning hvernig maður svarar þegar inn á völlinn er komið,“ sagði Sif. Ef Ísland vinnur Tékkland duga liðinu fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni til að komast beint á HM. Sif segir samt enga hættu á að íslenska liðið fari fram úr sér. „Nei, nei, nei. Við einbeitum okkur bara að þessum leik. Það er hvorki hægt að horfa til baka né fram,“ sagði Sif. Viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
„Leikurinn er mjög mikilvægur. Við erum í góðri stöðu og viljum halda okkur þar. Leikurinn verður erfiður. Þær eru að berjast upp á líf og dauða. Þetta verður skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Sif í samtali við Vísi á hóteli íslenska liðsins í Prag í gær. Leikurinn á þriðjudaginn verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á sex mánuðum. Íslendingar unnu fyrstu tvo leikina, 4-0 í undankeppni HM og 1-2 á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum. „Þær vilja spila fótbolta og halda boltanum. Það er áskorun fyrir okkur að mæta þeim. Við spiluðum við þær á SheBelieves Cup fyrir mánuði. Þær eiga harma að hefna og sýna okkur að leikurinn heima var óhapp. Mér finnst við hafa þróað leik okkar vel og við einbeitum okkur að því verður þetta góður leikur,“ sagði Sif. Klippa: Viðtal við Sif Atladóttur Hún segir ekkert skrítið að mæta sama liðinu aftur, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa spilað við það á æfingamóti. „Nei, það eru allir að njósna um alla og það eru engin leyndarmál í þessu. Það er bara spurning hvernig maður svarar þegar inn á völlinn er komið,“ sagði Sif. Ef Ísland vinnur Tékkland duga liðinu fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni til að komast beint á HM. Sif segir samt enga hættu á að íslenska liðið fari fram úr sér. „Nei, nei, nei. Við einbeitum okkur bara að þessum leik. Það er hvorki hægt að horfa til baka né fram,“ sagði Sif. Viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn