„Fyrsta skrefið í framkvæmdum er jarðvegsvinna þangað sem færa á núverandi gervigras. Það verður einfaldlega dregið yfir og mun nýtast í svipaðri mynd og í dag, en þó verða engin flóðljós sett upp við það,“ segir á vef KA um málið.
Þá verður nýtt gervigras lagt á svæðið þar sem núverandi gervigras er. Sett verður upp vökvunarkerfi og stúka sem hægt verður að færa. Mun KA spila heimaleiki sína í Bestu-deildinni á vellinum um leið og hann er tilbúinn. Líkt og í fyrra mun liðið þó hefja mótið á Dalvík.
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir að um góðan dag sé að ræða. Fyrsta skrefið af mörgum var allavega tekið í dag. Stefnt er að því að hefja vinnu við gervigrasvöllinn eftir páska.
Goður dagur. Fljótlega eftir páska hefst svo vinnan við gervigrasvöllinn. #LifiFyrirKA https://t.co/OFRwO95fvL
— saevar petursson (@saevarp) April 13, 2022
KA mætir Leikni Reykjavík á Dalvík þann 20. apríl í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.