Kollegar Dyche gapandi hissa yfir brottrekstrinum | Á skilið styttu Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. apríl 2022 23:01 Sean Dyche er mikils metinn innan ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Clive Brunskill Það kom mörgum í opna skjöldu í morgun þegar enska úrvalsdeildarliðið Burnley gaf út tilkynningu þess efnis að félagið hefði ákveðið að reka Sean Dyche úr starfi knattspyrnustjóra. Dyche hefur verið við stjórnvölin hjá Burnley í tæp tíu ár og var sá stjóri sem hafði verið lengst í starfi af öllum stjórum deildarinnar þar til hann var látinn taka pokann sinn í morgun. Leikið verður í ensku úrvalsdeildinni um helgina og knattspyrnustjórar flestra liðanna voru spurðir út í fréttirnar frá Burnley á vikulegum blaðamannafundum sínum í dag og voru flestir þeirra á einu máli. Brottreksturinn kom mönnum í opna skjöldu. „Af öllum stjórum deildarinnar hefði ég haldið að hann væri líklegastur til að halda starfi sínu. Ég veit auðvitað ekki hvað hefur gerst en það hlýtur að hafa verið eitthvað því þú lætur ekki mann eins og Sean Dyche fara eftir alla stórkostlegu hlutina sem hann hefur gert fyrir félagið undanfarin tíu ár. Hann hefur búið til þetta félag.“ sagði elsti stjóri deildarinnar, Roy Hodgson. „Þetta var óvænt. Ég finn til með kollega mínum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég held að hann verði ekki lengi án starfs því það sem hann hefur gert hjá Burnley er stórkostlegt. Sean er stór maður og hann veit hvernig þetta virkar. Stundum er þetta sanngjarnt og stundum ósanngjarnt,“ sagði Graham Potter, þjálfari Brighton. Burnley have sacked Sean Dyche with 8 games left of the season. What a brilliant job he did for so many years. Feels like a really shitty thing to do.— Gary Lineker (@GaryLineker) April 15, 2022 Á fyrstu þremur árum sínum hjá Burnley kom Dyche liðinu í tvígang upp úr B-deildinni og hefur svo haldið liðinu meðal þeirra bestu frá árinu 2016. „Sean Dyche á allt lof skilið fyrir sitt starf og þeir ættu að byggja styttu af honum fyrir utan Turf Moor. Hann hefur náð ótrúlegum árangri. Á hverju tímabili fer hann inn í ensku úrvalsdeildina með eitt minnsta fjármagnið í deildinni en hefur alltaf náð mögnuðum árangri. Ég hefði haldið að það hefði verið vænlegra til árangurs að halda honum en auðvitað veit ég ekki alla söguna,“ sagði Thomas Frank, þjálfari nýliða Brentford og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var á sömu nótum. „Ég get bara hrósað honum. Það sem hann hefur gert fyrir þetta félag undanfarin tíu ár er stórkostlegt. Hann hefur skapað þetta félag og tekist að halda því í deildinni með miklu minna fjármagn en flest önnur lið deildarinnar,“ sagði Arteta. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01 Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Dyche hefur verið við stjórnvölin hjá Burnley í tæp tíu ár og var sá stjóri sem hafði verið lengst í starfi af öllum stjórum deildarinnar þar til hann var látinn taka pokann sinn í morgun. Leikið verður í ensku úrvalsdeildinni um helgina og knattspyrnustjórar flestra liðanna voru spurðir út í fréttirnar frá Burnley á vikulegum blaðamannafundum sínum í dag og voru flestir þeirra á einu máli. Brottreksturinn kom mönnum í opna skjöldu. „Af öllum stjórum deildarinnar hefði ég haldið að hann væri líklegastur til að halda starfi sínu. Ég veit auðvitað ekki hvað hefur gerst en það hlýtur að hafa verið eitthvað því þú lætur ekki mann eins og Sean Dyche fara eftir alla stórkostlegu hlutina sem hann hefur gert fyrir félagið undanfarin tíu ár. Hann hefur búið til þetta félag.“ sagði elsti stjóri deildarinnar, Roy Hodgson. „Þetta var óvænt. Ég finn til með kollega mínum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég held að hann verði ekki lengi án starfs því það sem hann hefur gert hjá Burnley er stórkostlegt. Sean er stór maður og hann veit hvernig þetta virkar. Stundum er þetta sanngjarnt og stundum ósanngjarnt,“ sagði Graham Potter, þjálfari Brighton. Burnley have sacked Sean Dyche with 8 games left of the season. What a brilliant job he did for so many years. Feels like a really shitty thing to do.— Gary Lineker (@GaryLineker) April 15, 2022 Á fyrstu þremur árum sínum hjá Burnley kom Dyche liðinu í tvígang upp úr B-deildinni og hefur svo haldið liðinu meðal þeirra bestu frá árinu 2016. „Sean Dyche á allt lof skilið fyrir sitt starf og þeir ættu að byggja styttu af honum fyrir utan Turf Moor. Hann hefur náð ótrúlegum árangri. Á hverju tímabili fer hann inn í ensku úrvalsdeildina með eitt minnsta fjármagnið í deildinni en hefur alltaf náð mögnuðum árangri. Ég hefði haldið að það hefði verið vænlegra til árangurs að halda honum en auðvitað veit ég ekki alla söguna,“ sagði Thomas Frank, þjálfari nýliða Brentford og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var á sömu nótum. „Ég get bara hrósað honum. Það sem hann hefur gert fyrir þetta félag undanfarin tíu ár er stórkostlegt. Hann hefur skapað þetta félag og tekist að halda því í deildinni með miklu minna fjármagn en flest önnur lið deildarinnar,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01 Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01
Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30