Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham | Newcastle stal sigrinum gegn Leicester Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 15:18 Thomas Soucek skoraði eina mark West Ham í dag. Steve Bardens/Getty Images Tveimur leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Thomas Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham gegn fallbaráttuliði Burnley og Newcastle vann 2-1 sigur gegn Leicester, en sigurmarkið kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira