Íslandsmeistarar ekki tapað opnunarleik undanfarin fjögur ár Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. apríl 2022 07:30 Tekst Óla Jó að skrifa söguna upp á nýtt í kvöld? vísir/Getty Besta deildin í fótbolta hefst í kvöld þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Víkings fá FH í heimsókn í Víkina. Sá háttur hefur verið hafður á efstu deildinni í fótbolta undanfarin fjögur ár að ríkjandi Íslandsmeistarar leiki opnunarleik mótsins. Vanalega hafa Íslandsmeistararnir byrjað á heimavelli líkt og í kvöld nema árið 2020 þegar Íslandsmeistarar KR heimsóttu nágranna sína í Val í fyrsta leik mótsins og unnu sterkan 0-1 útisigur. Öll hin árin hafa Valsarar verið ríkjandi Íslandsmeistarar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Íslandsmeistarar ekki tapað opnunarleik undanfarin ár og því spennandi að sjá hvort FH-ingar geti velgt Víkingum undir uggum í Víkinni í kvöld. Opnunarleikir síðustu ára (Íslandsmeistarar ársins á undan feitletraðir) 2021: Valur 2-0 ÍA 2020: Valur 0-1 KR 2019: Valur 3-3 Víkingur R. 2018: Valur 2-1 KR Eina skiptið sem Íslandsmeistarar hafa ekki hafið mótið ári síðar á sigri var árið 2019 þegar Valur og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í stórkostlegum leik að Hlíðarenda. Þar öttu sömu þjálfarar kappi og verða á hliðarlínunni í kvöld þar sem Arnar Gunnlaugsson hóf þjálfaratíð sína með Víkingum í þessum epíska leik árið 2019 en Ólafur Jóhannesson, sem nú þjálfar FH, var þjálfari Vals 2019. Leikur Víkings og FH hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst klukkan 18:30. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Sá háttur hefur verið hafður á efstu deildinni í fótbolta undanfarin fjögur ár að ríkjandi Íslandsmeistarar leiki opnunarleik mótsins. Vanalega hafa Íslandsmeistararnir byrjað á heimavelli líkt og í kvöld nema árið 2020 þegar Íslandsmeistarar KR heimsóttu nágranna sína í Val í fyrsta leik mótsins og unnu sterkan 0-1 útisigur. Öll hin árin hafa Valsarar verið ríkjandi Íslandsmeistarar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Íslandsmeistarar ekki tapað opnunarleik undanfarin ár og því spennandi að sjá hvort FH-ingar geti velgt Víkingum undir uggum í Víkinni í kvöld. Opnunarleikir síðustu ára (Íslandsmeistarar ársins á undan feitletraðir) 2021: Valur 2-0 ÍA 2020: Valur 0-1 KR 2019: Valur 3-3 Víkingur R. 2018: Valur 2-1 KR Eina skiptið sem Íslandsmeistarar hafa ekki hafið mótið ári síðar á sigri var árið 2019 þegar Valur og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í stórkostlegum leik að Hlíðarenda. Þar öttu sömu þjálfarar kappi og verða á hliðarlínunni í kvöld þar sem Arnar Gunnlaugsson hóf þjálfaratíð sína með Víkingum í þessum epíska leik árið 2019 en Ólafur Jóhannesson, sem nú þjálfar FH, var þjálfari Vals 2019. Leikur Víkings og FH hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst klukkan 18:30. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira