Lífið

„Einhvern veginn tókst mér ekki að sjá þetta“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bjarni Freyr þáttastjórnandi Á rúntinum fór í húðflúr hjá Gunnari í viðtalinu.
Bjarni Freyr þáttastjórnandi Á rúntinum fór í húðflúr hjá Gunnari í viðtalinu. Á rúntinum

„Ég er í góðum málum, en það þarf að vinna að því. Það var alls ekki þannig fyrst,“ segir Gunnar Valdimarsson um lífið í Osló eftir skilnaðinn við barnsmóður sína. 

Gunnar er húðflúrameistari, tónlistarmaður, myndlistarmaður og er fjölhæfur á ýmsum öðrum sviðum. Bjarni Freyr Pétursson heimsótti Gunnar til Osló í þættinum Á rúntinum. Þar ræddi hann meðal annars um ADHD greiningarferlið sem hann fór nýlega af stað í.

„Einhvern veginn tókst mér ekki að sjá þetta og aðrir voru ekki að benda mér á þetta í öll þessi ár.“

Hann segir að það hafi verið léttir að fá að vita að hann væri með ADHD og geta kynnt sér einkennin. 

„Ég hef enga þolinmæði lengur en klukkutíma að teikna eða mála.“

Hann getur þó flúrað klukkustundunum saman. 

„Þetta er svona vont en það venst.“

Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Í viðtalinu ræðir hann einnig um æskuna, foreldramissinn, skömmina sem fylgdi skilnaðinum, kvíða og margt fleira. 

Klippa: Á rúntinum - Gunnar V

Tengdar fréttir

Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr

„Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.