Söknuðu „Johnny“ og pressuðu á að Jón Dagur slyppi úr frystinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 08:30 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar sigri með félögum sínum í AGF. Getty/Lars Ronbog Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var settur út í kuldann hjá danska félaginu AGF þegar hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning. Nú hefur félagið neyðst til að kalla aftur á þennan öfluga Íslending og það var ekki síst fyrir pressu frá liðsfélögum hans. Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti. Danski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti.
Danski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira