Ísfirðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2022 09:31 Haukur S. Magnússon, Shayan Pandole og Arún Magnús Hauksson reyna að láta óbærilegan hitann ekki koma í veg fyrir að þau njóti sín í fríinu. Aðsend/Getty Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna. Haukur hefur verið á Indlandi í átta daga ásamt eiginkonu sinni Shayan Pandole og fjórtán mánaða syni þeirra en fjölskyldan er búsett á Ísafirði. Shayan er ættuð frá Indlandi og dvelur fjölskyldan hjá föður hennar og konu þar sem þau reyna að taka því rólega og bíða eftir rigningu. Hitinn náði 41 stigi í Pune í gær og því spáð að hann verði á svipuðum slóðum næstu daga. Gert er ráð fyrir að hiti fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Þá hefur Haukur heyrt af því að hiti hafi farið yfir 50 stig í nágrannaríkinu Pakistan. „Yfirleitt er heitt hérna á þessum árstíma, þetta er rétt fyrir monsún rigningarnar sem koma í júní og þá kólnar duglega en þetta þykir nú fullmikið af því góða,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Eins og að búa í gufubaði Hann segir ástandið vera svakalegt og þau sem eigi þess möguleika haldi sig yfirleitt innandyra frá hádegi til sex á kvöldin á meðan hitinn er hvað mestur. Fjölskyldan vakni snemma á morgnana og verji tíma út í garði áður en þau færi sig inn upp úr hádegi. Svo sé tekinn síðdegislúr að indverskum sið. „Þetta er pínu eins og að búa í gufubaði en það er sem betur fer er ekki mjög rakt hérna,“ segir Haukur. Á kvöldin taki fólk svo við sér og borði kvöldmat um átta eða níuleytið. „Þú ert ekki til mikilla stórvirkja, þú ert svolítið að sitja og spjalla og það eru alls konar garðar hérna sem gaman er að skoða,“ segir Haukur. Sumir íbúar séu með loftkæld svefnherbergi og verji meira og minna öllum deginum þar inni. Haukur bætir við að innfæddir barmi sér lítið en hafi mikla samkennd með þeim sem búi ekki jafn vel að geta kælt sig niður alla daga. Gríðarleg misskipting er í Indlandi og vel þekkt að veðuröfgar á borð við þessar bitna mest á þeim sem búa við fátækt. Veðurspáin næstu daga fyrir borgina Pune þar sem Haukur og fjölskylda dvelja.AÐsend Kælir barnið niður með slöngu „Ég fer með drenginn út tvisvar á dag í garð og sprauta á hann með garðslöngu til að kæla hann niður eins og maður gerir með hunda, og hann er ægilega kátur með það. Svo er maður sjálfur að reyna að háma í sig ísmola,“ segir Haukur. Tengdafaðir hans sé ágætlega vel settur og það séu mikil viðbrigði að vera inni á heimili þar sem starfi þjónustufólk. „Þannig að þú gengur ekkert í ísskápinn til að fá þér, þú verður að biðja um vatnsglas. Maður er svo feiminn við það að skipa fólki fyrir allan daginn svo ég er örugglega að drekka aðeins minna vatn en ég ætti að vera að gera,“ segir Haukur léttur í bragði. Enginn vafi sé á því að mikill aðstöðumunur sé hjá Indverjum og dæmi um að fólk hafi verið að deyja úr hita. „Mér er sagt að það sé enginn afsláttur gefinn þar sem menn eru við vegavinnu eða jafnvel að brjóta grjót. Það er bara svipan á þeim sama hvað klukkan slær og hvað sólin er hátt á lofti, þannig að þetta er alvarlegt mál.“ Akshala hjálpar hinum fjórtán mánaða Arún að kæla sig niður.Aðsend Rigni minna núna en fyrir nokkrum áratugum Haukur hefur eftir tengdapabba sínum að það hafi oft verið heitt á þessum tíma en munurinn liggi í því að fyrir tuttugu til þrjátíu árum hafi alltaf komið skúrir á tveggja daga fresti. Nú sé það liðin tíð og bíða þurfi eftir að monsúnið komi. Þrátt fyrir þetta lét stuttur hitaskúr loks sjá sig fyrir tveimur dögum. „Það dembir yfir vatninu í tíu mínútur og það var svo merkilegt hvað það kólnaði það allt, það var eins og umhverfið, fólkið og dýrin hafi látið frá sér sameiginlegt andvarp,“ segir Haukur. Fjölskyldan verður í Pune fram á mánudag og verja svo síðustu fimm dögunum í Mumbaí áður en hún yfirgefur Indland. Haukur segir óljóst hvort sami tími ársins verði fyrir valinu í næstu ferð þeirra til landsins. „Við komum kannski um vetur næst þegar það verður hægt að skoða meira.“ Indland Veður Íslendingar erlendis Loftslagsmál Tengdar fréttir Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28. apríl 2022 13:56 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Haukur hefur verið á Indlandi í átta daga ásamt eiginkonu sinni Shayan Pandole og fjórtán mánaða syni þeirra en fjölskyldan er búsett á Ísafirði. Shayan er ættuð frá Indlandi og dvelur fjölskyldan hjá föður hennar og konu þar sem þau reyna að taka því rólega og bíða eftir rigningu. Hitinn náði 41 stigi í Pune í gær og því spáð að hann verði á svipuðum slóðum næstu daga. Gert er ráð fyrir að hiti fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Þá hefur Haukur heyrt af því að hiti hafi farið yfir 50 stig í nágrannaríkinu Pakistan. „Yfirleitt er heitt hérna á þessum árstíma, þetta er rétt fyrir monsún rigningarnar sem koma í júní og þá kólnar duglega en þetta þykir nú fullmikið af því góða,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Eins og að búa í gufubaði Hann segir ástandið vera svakalegt og þau sem eigi þess möguleika haldi sig yfirleitt innandyra frá hádegi til sex á kvöldin á meðan hitinn er hvað mestur. Fjölskyldan vakni snemma á morgnana og verji tíma út í garði áður en þau færi sig inn upp úr hádegi. Svo sé tekinn síðdegislúr að indverskum sið. „Þetta er pínu eins og að búa í gufubaði en það er sem betur fer er ekki mjög rakt hérna,“ segir Haukur. Á kvöldin taki fólk svo við sér og borði kvöldmat um átta eða níuleytið. „Þú ert ekki til mikilla stórvirkja, þú ert svolítið að sitja og spjalla og það eru alls konar garðar hérna sem gaman er að skoða,“ segir Haukur. Sumir íbúar séu með loftkæld svefnherbergi og verji meira og minna öllum deginum þar inni. Haukur bætir við að innfæddir barmi sér lítið en hafi mikla samkennd með þeim sem búi ekki jafn vel að geta kælt sig niður alla daga. Gríðarleg misskipting er í Indlandi og vel þekkt að veðuröfgar á borð við þessar bitna mest á þeim sem búa við fátækt. Veðurspáin næstu daga fyrir borgina Pune þar sem Haukur og fjölskylda dvelja.AÐsend Kælir barnið niður með slöngu „Ég fer með drenginn út tvisvar á dag í garð og sprauta á hann með garðslöngu til að kæla hann niður eins og maður gerir með hunda, og hann er ægilega kátur með það. Svo er maður sjálfur að reyna að háma í sig ísmola,“ segir Haukur. Tengdafaðir hans sé ágætlega vel settur og það séu mikil viðbrigði að vera inni á heimili þar sem starfi þjónustufólk. „Þannig að þú gengur ekkert í ísskápinn til að fá þér, þú verður að biðja um vatnsglas. Maður er svo feiminn við það að skipa fólki fyrir allan daginn svo ég er örugglega að drekka aðeins minna vatn en ég ætti að vera að gera,“ segir Haukur léttur í bragði. Enginn vafi sé á því að mikill aðstöðumunur sé hjá Indverjum og dæmi um að fólk hafi verið að deyja úr hita. „Mér er sagt að það sé enginn afsláttur gefinn þar sem menn eru við vegavinnu eða jafnvel að brjóta grjót. Það er bara svipan á þeim sama hvað klukkan slær og hvað sólin er hátt á lofti, þannig að þetta er alvarlegt mál.“ Akshala hjálpar hinum fjórtán mánaða Arún að kæla sig niður.Aðsend Rigni minna núna en fyrir nokkrum áratugum Haukur hefur eftir tengdapabba sínum að það hafi oft verið heitt á þessum tíma en munurinn liggi í því að fyrir tuttugu til þrjátíu árum hafi alltaf komið skúrir á tveggja daga fresti. Nú sé það liðin tíð og bíða þurfi eftir að monsúnið komi. Þrátt fyrir þetta lét stuttur hitaskúr loks sjá sig fyrir tveimur dögum. „Það dembir yfir vatninu í tíu mínútur og það var svo merkilegt hvað það kólnaði það allt, það var eins og umhverfið, fólkið og dýrin hafi látið frá sér sameiginlegt andvarp,“ segir Haukur. Fjölskyldan verður í Pune fram á mánudag og verja svo síðustu fimm dögunum í Mumbaí áður en hún yfirgefur Indland. Haukur segir óljóst hvort sami tími ársins verði fyrir valinu í næstu ferð þeirra til landsins. „Við komum kannski um vetur næst þegar það verður hægt að skoða meira.“
Indland Veður Íslendingar erlendis Loftslagsmál Tengdar fréttir Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28. apríl 2022 13:56 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28. apríl 2022 13:56