Klopp vonar að tíðindin sannfæri Salah sem var valinn bestur Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 11:01 Mohamed Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni og með flestar stoðsendingar. Getty/Chris Brunskill Egyptinn Mohamed Salah var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta af samtökum fótboltafréttamanna í Englandi. Salah, sem er 29 ára gamall, hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool sem enn á möguleika á að vinna fernuna. Í ensku úrvalsdeildinni er Salah efstur á lista yfir flest mörk og flestar stoðsendingar, með 22 mörk og 13 stoðsendingar í aðeins 31 leik. Liverpool er aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City þegar fimm umferðir eru eftir. Well-deserved, @MoSalah — Liverpool FC (@LFC) April 29, 2022 Óvissa ríkir enn um framtíð Salah hjá Liverpool en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið og núgildandi samningur hans rennur út eftir rúmt ár. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gerði hins vegar nýjan samning við Liverpool sem tilkynnt var um í gær og verður hjá félaginu til ársins 2026 hið minnsta. Klopp var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að þessi ákvörðun sín myndi sannfæra Salah og Sadio Mané um að framlengja samninga sína við Liverpool: „Ég held að þetta sé spurning fyrir strákana. Samband mitt við báða leikmenn er frábært. Ef að þetta er jákvætt merki fyrir strákana þá er það frábært, en ég efast um að þetta ráði úrslitum. En leikmennirnir sem vilja vera hérna áfram vita núna við hverju er að búast,“ sagði Klopp. Alls hefur Salah skorað 30 mörk og átt 14 stoðsendingar í 44 leikjum í öllum keppnum fyrir deildabikarmeistarana, sem komnir eru í góða stöðu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og í úrslitaleik enska bikarsins. Þetta er í annað sinn sem að Salah hlýtur verðlaunin sem leikmaður ársins hjá samtökum fótboltafréttamanna en hann vann einnig árið 2018. Rúben Dias, miðvörður Manchester City, hlaut nafnbótina í fyrra. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Salah, sem er 29 ára gamall, hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool sem enn á möguleika á að vinna fernuna. Í ensku úrvalsdeildinni er Salah efstur á lista yfir flest mörk og flestar stoðsendingar, með 22 mörk og 13 stoðsendingar í aðeins 31 leik. Liverpool er aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City þegar fimm umferðir eru eftir. Well-deserved, @MoSalah — Liverpool FC (@LFC) April 29, 2022 Óvissa ríkir enn um framtíð Salah hjá Liverpool en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið og núgildandi samningur hans rennur út eftir rúmt ár. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gerði hins vegar nýjan samning við Liverpool sem tilkynnt var um í gær og verður hjá félaginu til ársins 2026 hið minnsta. Klopp var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að þessi ákvörðun sín myndi sannfæra Salah og Sadio Mané um að framlengja samninga sína við Liverpool: „Ég held að þetta sé spurning fyrir strákana. Samband mitt við báða leikmenn er frábært. Ef að þetta er jákvætt merki fyrir strákana þá er það frábært, en ég efast um að þetta ráði úrslitum. En leikmennirnir sem vilja vera hérna áfram vita núna við hverju er að búast,“ sagði Klopp. Alls hefur Salah skorað 30 mörk og átt 14 stoðsendingar í 44 leikjum í öllum keppnum fyrir deildabikarmeistarana, sem komnir eru í góða stöðu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og í úrslitaleik enska bikarsins. Þetta er í annað sinn sem að Salah hlýtur verðlaunin sem leikmaður ársins hjá samtökum fótboltafréttamanna en hann vann einnig árið 2018. Rúben Dias, miðvörður Manchester City, hlaut nafnbótina í fyrra.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira