Klopp vonar að tíðindin sannfæri Salah sem var valinn bestur Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 11:01 Mohamed Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni og með flestar stoðsendingar. Getty/Chris Brunskill Egyptinn Mohamed Salah var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta af samtökum fótboltafréttamanna í Englandi. Salah, sem er 29 ára gamall, hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool sem enn á möguleika á að vinna fernuna. Í ensku úrvalsdeildinni er Salah efstur á lista yfir flest mörk og flestar stoðsendingar, með 22 mörk og 13 stoðsendingar í aðeins 31 leik. Liverpool er aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City þegar fimm umferðir eru eftir. Well-deserved, @MoSalah — Liverpool FC (@LFC) April 29, 2022 Óvissa ríkir enn um framtíð Salah hjá Liverpool en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið og núgildandi samningur hans rennur út eftir rúmt ár. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gerði hins vegar nýjan samning við Liverpool sem tilkynnt var um í gær og verður hjá félaginu til ársins 2026 hið minnsta. Klopp var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að þessi ákvörðun sín myndi sannfæra Salah og Sadio Mané um að framlengja samninga sína við Liverpool: „Ég held að þetta sé spurning fyrir strákana. Samband mitt við báða leikmenn er frábært. Ef að þetta er jákvætt merki fyrir strákana þá er það frábært, en ég efast um að þetta ráði úrslitum. En leikmennirnir sem vilja vera hérna áfram vita núna við hverju er að búast,“ sagði Klopp. Alls hefur Salah skorað 30 mörk og átt 14 stoðsendingar í 44 leikjum í öllum keppnum fyrir deildabikarmeistarana, sem komnir eru í góða stöðu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og í úrslitaleik enska bikarsins. Þetta er í annað sinn sem að Salah hlýtur verðlaunin sem leikmaður ársins hjá samtökum fótboltafréttamanna en hann vann einnig árið 2018. Rúben Dias, miðvörður Manchester City, hlaut nafnbótina í fyrra. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Sjá meira
Salah, sem er 29 ára gamall, hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool sem enn á möguleika á að vinna fernuna. Í ensku úrvalsdeildinni er Salah efstur á lista yfir flest mörk og flestar stoðsendingar, með 22 mörk og 13 stoðsendingar í aðeins 31 leik. Liverpool er aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City þegar fimm umferðir eru eftir. Well-deserved, @MoSalah — Liverpool FC (@LFC) April 29, 2022 Óvissa ríkir enn um framtíð Salah hjá Liverpool en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið og núgildandi samningur hans rennur út eftir rúmt ár. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gerði hins vegar nýjan samning við Liverpool sem tilkynnt var um í gær og verður hjá félaginu til ársins 2026 hið minnsta. Klopp var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að þessi ákvörðun sín myndi sannfæra Salah og Sadio Mané um að framlengja samninga sína við Liverpool: „Ég held að þetta sé spurning fyrir strákana. Samband mitt við báða leikmenn er frábært. Ef að þetta er jákvætt merki fyrir strákana þá er það frábært, en ég efast um að þetta ráði úrslitum. En leikmennirnir sem vilja vera hérna áfram vita núna við hverju er að búast,“ sagði Klopp. Alls hefur Salah skorað 30 mörk og átt 14 stoðsendingar í 44 leikjum í öllum keppnum fyrir deildabikarmeistarana, sem komnir eru í góða stöðu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og í úrslitaleik enska bikarsins. Þetta er í annað sinn sem að Salah hlýtur verðlaunin sem leikmaður ársins hjá samtökum fótboltafréttamanna en hann vann einnig árið 2018. Rúben Dias, miðvörður Manchester City, hlaut nafnbótina í fyrra.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Sjá meira