Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins vísir/VIlhelm Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira