Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 4-5 | Markasúpa í Fossvogi Sverrir Mar Smárason skrifar 2. maí 2022 22:30 Óli Valur og Emil Atlason áttu góðan leik í kvöld. Vísir/Vilhelm Víkingur fékk Stjörnuna í heimsókn í Víkina í kvöld. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur fyrir alla sem sáu hann. Lokatölur 4-5 Stjörnumönnum í vil sem fara mjög sælir heim í Garðabæinn. Leikurinn fór alls ekki rólega af stað líkt og oft því strax á 3. mínútu komust Víkingar yfir. Birnir Snær fékk boltann úti vinstra megin og keyrði í átt að vítateig Stjörnumanna. Birnir sendi svo góða sendingu með vinstri fæti inn í teiginn þar sem Nikolaj Hansen var aleinn og óvaldaður. Þú býður Nikolaj ekkert uppá svona færi án þess að hann nýti það og meistararnir komnir yfir. Víkingar héldu áfram að sækja að marki Stjörnunnar næstu mínútur og bæði Birnir Snær og Kristall Máni fengu góð færi til þess að auka forystuna. Þá tók Stjarnan við sér, hélt boltanum betur og fór að stíga ofar á völlinn. Stjörnumenn uppskáru strax á 19. mínútu. Óli Valur og Óskar Örn spiluðu sig frábærlega í gegn hægra megin áður en Adolf Daði lagði boltann út í teiginn á Emil Atlason sem þrumaði boltanum í netið og jafnaði metin. Leikurinn hélt áfram að vera opinn og eftir um hálftíma leik voru Stjörnumenn komnir 1-3 yfir. Adolf Daði skoraði annað mark Stjörnunnar á 27. mínútu eftir góðan undirbúning frá Ísaki Andra, keimlíkt markinu sem þeir bjuggu til saman á Leiknisvellinum í 2. umferð. Það þriðja skoraði Emil Atlason svo á 29. mínútu. Kristall Máni hefur verið frábær á leiktíðinni.Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni féll í teig Stjörnumanna og vildi víti en ekkert dæmt. Einar Karl Ingvarsson var fljótur að átta sig og sendi boltann fram á Emil sem fór sjálfur alla leið inn í teig Víkinga. Oliver Ekroth hafði lítinn áhuga á því að mæta Emil sem lagði boltann framhjá Ingvari í markinu og með sínu öðru marki kom Stjörnunni í 1-3. Það tók Víkinga þrjár mínútur að minnka muninn aftur. Kristall Máni aftur á ferð. Erlingur með skot sem Haraldur varði. Boltinn datt til Viktor Örlygs sem átti skot í varnarmann og þaðan til Kristalls Mána sem setti boltann yfirvegað í netið með vinstri fæti. Kristall Máni og Davíð Örn Atlason fengu sitthvort dauðafærið sem þeim tókst ekki að nýta áður en Nikolaj Hansen virtist hafa jafnað metin á 43. mínútu með góðu skoti eftir frábæra sókn en Nikolaj dæmdur rangstæður. Hálfleikstölur 2-3, Stjörnunni í vil, eftir einhvern skemmtilegasta hálfleik Íslandsmótsins í langan tíma. Síðari hálfleikur var svo ekkert síðri. Stjörnumenn byrjuðu betur og sóttu að marki Víkinga sem virtust koma hálf dofnir til leiks eftir leikhléið. Stjörnumenn bættu svo við forystu sína á 64. mínútu leiksins. Óli Valur átti frábæran leik.Vísir/Vilhelm Óli Valur Ómarsson fékk þá boltann út til hægri og keyrði inn í teig Víkinga. Davíð Örn virtist hafa lítinn áhuga á því að stöðva Óla sem sendi boltann út í teiginn. Eggert Aron, sem hafði komið inná sem varamaður, var ákveðnari en varnarmenn Víkinga, skaut boltanum í gegnum klof Ingvars í markinu og í netið. Stjarnan komin í 2-4 eftir 64 mínútna leik. Aftur tók það aðeins nokkrar mínútur fyrir Víkinga að minnka muninn. Ari Sigurpálsson og Helgi Guðjónsson komu inn sem varamenn og Ari fiskaði víti á 68. mínútu eftir að Elís Rafn braut á honum. Kristall Máni fór á punktinn, ískaldur, og renndi boltanum yfirvegað í hornið. 3-4 og rúmar 20 mínútur til leiksloka. Leikmenn beggja liða voru sannarlega ekki á því að leyfa leiknum að fjara út. á 74. mínútu fékk Óli Valur boltann úti hægra megin og fór mjög illa með Helga Guðjónsson áður en hann sendi frábæra fyrirgjöf fyrir markið, beint á Emil Atlason sem skallaði boltann þægilega í netið. Þrenna frá honum í kvöld og hans fjórða mark í sumar. Í þriðja skiptið í leiknum minnkaði Víkingur þó muninn skömmu eftir mark Stjörnunnar. Á 80. mínútu átti Viktor Örlygur frábæra skottilraun í þverslánna beint úr aukaspyrnu. Kristall Máni var fyrstur að átta sig og tókst að skalla boltanum yfir Harald í marki Stjörnumanna. Kristall með þrennu í kvöld sömuleiðis og einnig 4 mörk á tímabilinu. Staðan orðin 4-5 og enn tíu mínútur til leiksloka. Viktor Örlygur Andrason átti bestu marktilraunina það sem eftir lifði leiks þegar hann reyndi skot rétt utan teigs en skotið rétt yfir. Lokatölur í þessum magnaða fótboltaleik 4-5 gestunum í vil sem fara skælbrosandi heim í Garðabæinn. Stjarnan vann magnaðan sigur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Það er frekar eftir að setja fingur á það. Víkingarnir voru ólíkir sjálfum sér og Stjarnan nýtti sér það virkilega vel. Stjörnumenn voru ákveðnir og staðráðnir í því að vinna þennan leik, svo einfalt var það. Þeir voru fljótari á lausa bolta, ákveðnari inni í teig Víkinga og nýttu sér slæma daga varnarmanna Víkinga. Hverjir voru bestir? Tveir menn voru frábærir og skoruðu þrennu. Emil Atlason og Kristall Máni voru báðir virkilega öflugir í sókn sinna liða. Hins vegar fannst mér bestur í leiknum vera Óli Valur Ómarsson. Hægri bakvörðurinn ungi lagði upp tvö mörk í leiknum og urmul færa auk þess að fara mjög illa með Davíð Örn Atlason trekk í trekk. Adolf Daði sömuleiðis frábær með tvær stoðsendingar og mark. Þessir tveir ungu leikmenn á hægri væng Stjörnunnar eru gjörsamlega frábærir leikmenn. Hvað þarf að gera betur? Víkingar voru áhugalausir í varnarleiknum á köflum. Oft á tíðum þurftu Stjörnumenn ekki að vera annað en ákveðnir í boltann til þess að komast í góð færi. Bæði lið þurfa reyndar að skoða varnarleikinn. Það er ekkert eðlilegt við það að annað liðið fái á sig 4 mörk og hitt 5. Hvað gerist næst? Víkingar eru með 6 stig í deildinni og sitja í 5. sæti eftir einum leik meira en önnur lið. Þeir gætu því dregist aftur úr efstu liðum sem eru ósigruð. Þeir mæta Leikni R. á DomusNovavellinum í Breiðholti sunnudaginn 8. maí kl 19:15. Stjarnan færir sig upp fyrir Víkinga í 4. sæti með 7 stig eftir leikinn í kvöld. Þeir fá Fram í heimsókn á Samsungvöllinn kl 16:15 laugardaginn 7. maí. Litli leikurinn Emil Atlason í leik gegn Leikni Reykjavík fyrr í sumar.Vísir/Hulda Margrét Emil Atlason, framherji Stjörnunnar, skoraði þrjú mörk í leiknum í kvöld og var virkilega sáttur í leikslok. „Litli leikurinn. Svakalegur leikur 5-4 og gaman að fá þrjú stig út úr þessu. Það var frekar skrýtið að vera 3-2 yfir í hálfleik því það var einhvern veginn allt að gerast á vellinum. Þeir lágu mikið á okkur í lok fyrri hálfleiks. Síðan komum við út í seinni hálfleik og þá var þetta frekar jafnt. Síðan náðum við að klára þetta í lokin. Þetta var bara flott,“ sagði Emil strax eftir leik. Mikið hefur verið talað um að Stjarnan þurfi að ná sér í nýjan framherja. Emil vill meina að hann svari þeirri umræðu á vellinum og segist vera í frábæru formi. „Það var vel tekið á því í vetur og Gústi og Jölli náttúrulega með svakalegar æfingar. Allt liðið er í svakalega góðu formi og meðal annars ég,“ sagði Emil og svaraði því hvort liðið þyrfti nýjan framherja með því að segja, „ég veit það ekki, segð þú mér.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Íslenski boltinn
Víkingur fékk Stjörnuna í heimsókn í Víkina í kvöld. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur fyrir alla sem sáu hann. Lokatölur 4-5 Stjörnumönnum í vil sem fara mjög sælir heim í Garðabæinn. Leikurinn fór alls ekki rólega af stað líkt og oft því strax á 3. mínútu komust Víkingar yfir. Birnir Snær fékk boltann úti vinstra megin og keyrði í átt að vítateig Stjörnumanna. Birnir sendi svo góða sendingu með vinstri fæti inn í teiginn þar sem Nikolaj Hansen var aleinn og óvaldaður. Þú býður Nikolaj ekkert uppá svona færi án þess að hann nýti það og meistararnir komnir yfir. Víkingar héldu áfram að sækja að marki Stjörnunnar næstu mínútur og bæði Birnir Snær og Kristall Máni fengu góð færi til þess að auka forystuna. Þá tók Stjarnan við sér, hélt boltanum betur og fór að stíga ofar á völlinn. Stjörnumenn uppskáru strax á 19. mínútu. Óli Valur og Óskar Örn spiluðu sig frábærlega í gegn hægra megin áður en Adolf Daði lagði boltann út í teiginn á Emil Atlason sem þrumaði boltanum í netið og jafnaði metin. Leikurinn hélt áfram að vera opinn og eftir um hálftíma leik voru Stjörnumenn komnir 1-3 yfir. Adolf Daði skoraði annað mark Stjörnunnar á 27. mínútu eftir góðan undirbúning frá Ísaki Andra, keimlíkt markinu sem þeir bjuggu til saman á Leiknisvellinum í 2. umferð. Það þriðja skoraði Emil Atlason svo á 29. mínútu. Kristall Máni hefur verið frábær á leiktíðinni.Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni féll í teig Stjörnumanna og vildi víti en ekkert dæmt. Einar Karl Ingvarsson var fljótur að átta sig og sendi boltann fram á Emil sem fór sjálfur alla leið inn í teig Víkinga. Oliver Ekroth hafði lítinn áhuga á því að mæta Emil sem lagði boltann framhjá Ingvari í markinu og með sínu öðru marki kom Stjörnunni í 1-3. Það tók Víkinga þrjár mínútur að minnka muninn aftur. Kristall Máni aftur á ferð. Erlingur með skot sem Haraldur varði. Boltinn datt til Viktor Örlygs sem átti skot í varnarmann og þaðan til Kristalls Mána sem setti boltann yfirvegað í netið með vinstri fæti. Kristall Máni og Davíð Örn Atlason fengu sitthvort dauðafærið sem þeim tókst ekki að nýta áður en Nikolaj Hansen virtist hafa jafnað metin á 43. mínútu með góðu skoti eftir frábæra sókn en Nikolaj dæmdur rangstæður. Hálfleikstölur 2-3, Stjörnunni í vil, eftir einhvern skemmtilegasta hálfleik Íslandsmótsins í langan tíma. Síðari hálfleikur var svo ekkert síðri. Stjörnumenn byrjuðu betur og sóttu að marki Víkinga sem virtust koma hálf dofnir til leiks eftir leikhléið. Stjörnumenn bættu svo við forystu sína á 64. mínútu leiksins. Óli Valur átti frábæran leik.Vísir/Vilhelm Óli Valur Ómarsson fékk þá boltann út til hægri og keyrði inn í teig Víkinga. Davíð Örn virtist hafa lítinn áhuga á því að stöðva Óla sem sendi boltann út í teiginn. Eggert Aron, sem hafði komið inná sem varamaður, var ákveðnari en varnarmenn Víkinga, skaut boltanum í gegnum klof Ingvars í markinu og í netið. Stjarnan komin í 2-4 eftir 64 mínútna leik. Aftur tók það aðeins nokkrar mínútur fyrir Víkinga að minnka muninn. Ari Sigurpálsson og Helgi Guðjónsson komu inn sem varamenn og Ari fiskaði víti á 68. mínútu eftir að Elís Rafn braut á honum. Kristall Máni fór á punktinn, ískaldur, og renndi boltanum yfirvegað í hornið. 3-4 og rúmar 20 mínútur til leiksloka. Leikmenn beggja liða voru sannarlega ekki á því að leyfa leiknum að fjara út. á 74. mínútu fékk Óli Valur boltann úti hægra megin og fór mjög illa með Helga Guðjónsson áður en hann sendi frábæra fyrirgjöf fyrir markið, beint á Emil Atlason sem skallaði boltann þægilega í netið. Þrenna frá honum í kvöld og hans fjórða mark í sumar. Í þriðja skiptið í leiknum minnkaði Víkingur þó muninn skömmu eftir mark Stjörnunnar. Á 80. mínútu átti Viktor Örlygur frábæra skottilraun í þverslánna beint úr aukaspyrnu. Kristall Máni var fyrstur að átta sig og tókst að skalla boltanum yfir Harald í marki Stjörnumanna. Kristall með þrennu í kvöld sömuleiðis og einnig 4 mörk á tímabilinu. Staðan orðin 4-5 og enn tíu mínútur til leiksloka. Viktor Örlygur Andrason átti bestu marktilraunina það sem eftir lifði leiks þegar hann reyndi skot rétt utan teigs en skotið rétt yfir. Lokatölur í þessum magnaða fótboltaleik 4-5 gestunum í vil sem fara skælbrosandi heim í Garðabæinn. Stjarnan vann magnaðan sigur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Það er frekar eftir að setja fingur á það. Víkingarnir voru ólíkir sjálfum sér og Stjarnan nýtti sér það virkilega vel. Stjörnumenn voru ákveðnir og staðráðnir í því að vinna þennan leik, svo einfalt var það. Þeir voru fljótari á lausa bolta, ákveðnari inni í teig Víkinga og nýttu sér slæma daga varnarmanna Víkinga. Hverjir voru bestir? Tveir menn voru frábærir og skoruðu þrennu. Emil Atlason og Kristall Máni voru báðir virkilega öflugir í sókn sinna liða. Hins vegar fannst mér bestur í leiknum vera Óli Valur Ómarsson. Hægri bakvörðurinn ungi lagði upp tvö mörk í leiknum og urmul færa auk þess að fara mjög illa með Davíð Örn Atlason trekk í trekk. Adolf Daði sömuleiðis frábær með tvær stoðsendingar og mark. Þessir tveir ungu leikmenn á hægri væng Stjörnunnar eru gjörsamlega frábærir leikmenn. Hvað þarf að gera betur? Víkingar voru áhugalausir í varnarleiknum á köflum. Oft á tíðum þurftu Stjörnumenn ekki að vera annað en ákveðnir í boltann til þess að komast í góð færi. Bæði lið þurfa reyndar að skoða varnarleikinn. Það er ekkert eðlilegt við það að annað liðið fái á sig 4 mörk og hitt 5. Hvað gerist næst? Víkingar eru með 6 stig í deildinni og sitja í 5. sæti eftir einum leik meira en önnur lið. Þeir gætu því dregist aftur úr efstu liðum sem eru ósigruð. Þeir mæta Leikni R. á DomusNovavellinum í Breiðholti sunnudaginn 8. maí kl 19:15. Stjarnan færir sig upp fyrir Víkinga í 4. sæti með 7 stig eftir leikinn í kvöld. Þeir fá Fram í heimsókn á Samsungvöllinn kl 16:15 laugardaginn 7. maí. Litli leikurinn Emil Atlason í leik gegn Leikni Reykjavík fyrr í sumar.Vísir/Hulda Margrét Emil Atlason, framherji Stjörnunnar, skoraði þrjú mörk í leiknum í kvöld og var virkilega sáttur í leikslok. „Litli leikurinn. Svakalegur leikur 5-4 og gaman að fá þrjú stig út úr þessu. Það var frekar skrýtið að vera 3-2 yfir í hálfleik því það var einhvern veginn allt að gerast á vellinum. Þeir lágu mikið á okkur í lok fyrri hálfleiks. Síðan komum við út í seinni hálfleik og þá var þetta frekar jafnt. Síðan náðum við að klára þetta í lokin. Þetta var bara flott,“ sagði Emil strax eftir leik. Mikið hefur verið talað um að Stjarnan þurfi að ná sér í nýjan framherja. Emil vill meina að hann svari þeirri umræðu á vellinum og segist vera í frábæru formi. „Það var vel tekið á því í vetur og Gústi og Jölli náttúrulega með svakalegar æfingar. Allt liðið er í svakalega góðu formi og meðal annars ég,“ sagði Emil og svaraði því hvort liðið þyrfti nýjan framherja með því að segja, „ég veit það ekki, segð þú mér.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti