Segir mjög góðar líkur á því að Eriksen verði áfram hjá Brentford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 09:31 Christian Eriksen þakkar stuðningsmönnum Brentford fyrir eftir sigurleik á Eest Ham í vetur. Getty/Warren Little Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford er bjartsýnn á það að hann geti haldið landa sínum Christian Eriksen hjá félaginu. Frank tjáði sig um framhaldið hjá danska landsliðsmiðjumanninum eftir tapleikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Could Eriksen be staying at Brentford next season?He joined the club on a six-month deal in January and helped to propel the club away from the relegation zone.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2022 Hinn þrítugi Eriksen skrifaði undir sex mánaða samning við félagið í janúar en hann var þá að koma til baka eftir hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM sumarið 2021. Eriksen hefur átt frábæra innkomu í liðið og átti mikinn þátt í því að Brentford sagði skilið við fallbaráttuna. Í rauninni var tapið á Old Trafford í gær það fyrsta síðan að Eriksen fór að spila með Brentford. „Ég er alltaf jákvæður,“ sagði Thomas Frank aðspurður um möguleika á því að halda Christian Eriksen. Margir hafa búist við því að Eriksen færi í stærra félag nú þegar hann hefur sýnt það og sannað að hann getur enn spilað fótbolta á hæsta stigi þrátt fyrir hjartastoppið. Hann hefur verið orðaður við Tottenham, Newcastle og Manchester United. Nothing will be decided before the end of the season. Brentford boss Thomas Frank says that he hopes Christian Eriksen will stay with the club beyond the summer. pic.twitter.com/UCAgxlFPUD— Football Daily (@footballdaily) April 28, 2022 „Ég hef alltaf trú á því að við eigum mjög góða möguleika á að halda honum. Ég veit að hann er ánægður hérna og hann nýtur þess að spila fótbolta. Þetta er ákvörðun sem verður tekin eftir að tímabilinu lýkur,“ sagði Frank. Eriksen spilar með bjargráð sem er ætlað að hjálpa að koma hjartanu aftur af stað ef það stoppar aftur. Allt hefur gengið eins og í sögu síðan hann byrjaði aftur og liðið hefur blómstrað með hann inn á miðjunni. Brentford hefur unnið sex af átta leikjum sínum eða alla nema tapið á móti Manchester United í gær og markalaust jafntefli á móti Tottenham. I love what the Manchester United fans did at the first two corners, I thought that was a nice touch and what football can do when we think about greater things. Thomas Frank on Christian Eriksen s performance against Manchester United this evening. pic.twitter.com/Usyrvb92LI— Football Daily (@footballdaily) May 2, 2022 Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Frank tjáði sig um framhaldið hjá danska landsliðsmiðjumanninum eftir tapleikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Could Eriksen be staying at Brentford next season?He joined the club on a six-month deal in January and helped to propel the club away from the relegation zone.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2022 Hinn þrítugi Eriksen skrifaði undir sex mánaða samning við félagið í janúar en hann var þá að koma til baka eftir hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM sumarið 2021. Eriksen hefur átt frábæra innkomu í liðið og átti mikinn þátt í því að Brentford sagði skilið við fallbaráttuna. Í rauninni var tapið á Old Trafford í gær það fyrsta síðan að Eriksen fór að spila með Brentford. „Ég er alltaf jákvæður,“ sagði Thomas Frank aðspurður um möguleika á því að halda Christian Eriksen. Margir hafa búist við því að Eriksen færi í stærra félag nú þegar hann hefur sýnt það og sannað að hann getur enn spilað fótbolta á hæsta stigi þrátt fyrir hjartastoppið. Hann hefur verið orðaður við Tottenham, Newcastle og Manchester United. Nothing will be decided before the end of the season. Brentford boss Thomas Frank says that he hopes Christian Eriksen will stay with the club beyond the summer. pic.twitter.com/UCAgxlFPUD— Football Daily (@footballdaily) April 28, 2022 „Ég hef alltaf trú á því að við eigum mjög góða möguleika á að halda honum. Ég veit að hann er ánægður hérna og hann nýtur þess að spila fótbolta. Þetta er ákvörðun sem verður tekin eftir að tímabilinu lýkur,“ sagði Frank. Eriksen spilar með bjargráð sem er ætlað að hjálpa að koma hjartanu aftur af stað ef það stoppar aftur. Allt hefur gengið eins og í sögu síðan hann byrjaði aftur og liðið hefur blómstrað með hann inn á miðjunni. Brentford hefur unnið sex af átta leikjum sínum eða alla nema tapið á móti Manchester United í gær og markalaust jafntefli á móti Tottenham. I love what the Manchester United fans did at the first two corners, I thought that was a nice touch and what football can do when we think about greater things. Thomas Frank on Christian Eriksen s performance against Manchester United this evening. pic.twitter.com/Usyrvb92LI— Football Daily (@footballdaily) May 2, 2022
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira