Segja kaupin á Diaz ekki þau bestu í ensku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2022 12:01 Luis Diaz og Christian Eriksen hafa báðir komið frábærlega inn hjá sínum félögum eftir að þeir komu í janúarglugganum. Getty/Eric Alonso Það er að renna upp sá tími þar sem línurnar fara að skýrast í ensku úrvalsdeildinni og því ágætur tími til að meta og velta fyrir sér hvernig félögunum tókst upp á leikmannamarkaðnum, bæði fyrir tímabilið sem og í janúar. ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira