Tony Omos stefnir íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 13:10 Árið 2012 gerði lögregla húsleit á heimili Tony Omos. Hann var handtekinn og var haldið í gæsluvarðhaldi í 16 daga, þar af að hluta til í einangrun í tengslum við mál sem svo var fellt niður. Lekamálið ætlar enn að draga dilk á eftir sér en nú hefur Tony Omos stefnt íslenska ríkinu og krefst fjögurra milljóna króna auk vaxta í skaðabætur. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent