Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 3-3 | Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 19:35 ÍBV snéri taflinu sér í vil í Keflavík. Hulda Margrét Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik. Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik.
Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45