Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 15:36 Hvítrússnesku vinkonurnar Daria og Alina flúðu ofsóknir lögreglunnar til Íslands en þær voru handteknar og beittar harðræði fyrir að hafa fjölmennt á mótmælafund í Hvíta Rússlandi. Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Fréttastofa hefur sagt frá sögu Dariu sem flúði ofsóknir lögreglu sem hún sætti vegna mótmæla í garð Alexanders Lúkasjenka. Lögreglan hótaði að taka af henni son hennar og senda hann á munaðarleysingjahæli. Sjá nánar: Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðinn og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti. Á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu sem einkenndist af mótmælum og óöld. Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi og er málið nú í rannsókn lögreglu. Umsókn hennar um alþjóðlega vernd verður tekin upp að nýju hjá Útlendingastofnun en henni var synjað um hana í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir umsókn hennar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku málsins. „Ég yrði afskaplega þakklát öllum þeim sem skrifa undir,“ segir Daria í samtali við fréttastofu en hún óskar eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar. Stundin hefur fjallað um sögu Alinu sem er á lista yfir óvini hvít-rússneska ríkisins. Hún var handtekin fyrir að mótmæla og brotin niður bæði líkamlega og andlega. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem er búsettur á Íslandi, efndi til undirskriftarsöfnunarinnar og þegar þessi orð eru skrifuð hefur 121 ritað nafn sitt á listann. Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32 Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fréttastofa hefur sagt frá sögu Dariu sem flúði ofsóknir lögreglu sem hún sætti vegna mótmæla í garð Alexanders Lúkasjenka. Lögreglan hótaði að taka af henni son hennar og senda hann á munaðarleysingjahæli. Sjá nánar: Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðinn og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti. Á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu sem einkenndist af mótmælum og óöld. Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi og er málið nú í rannsókn lögreglu. Umsókn hennar um alþjóðlega vernd verður tekin upp að nýju hjá Útlendingastofnun en henni var synjað um hana í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir umsókn hennar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku málsins. „Ég yrði afskaplega þakklát öllum þeim sem skrifa undir,“ segir Daria í samtali við fréttastofu en hún óskar eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar. Stundin hefur fjallað um sögu Alinu sem er á lista yfir óvini hvít-rússneska ríkisins. Hún var handtekin fyrir að mótmæla og brotin niður bæði líkamlega og andlega. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem er búsettur á Íslandi, efndi til undirskriftarsöfnunarinnar og þegar þessi orð eru skrifuð hefur 121 ritað nafn sitt á listann.
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32 Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32
Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01