Segir að City ætti ekki að snerta Pogba með priki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 12:01 Spilar Paul Pogba undir stjórn Peps Guardiola á næsta tímabili? getty/Nick Potts Jamie Carragher segir að Manchester City ætti að halda sig fjarri Paul Pogba því hann passi ekki inn í leikstíl Peps Guardiola. Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United. Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01
Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42