Súla drapst við Kasthústjörn Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2022 10:04 Súlan mætti á Álftanesið á föstudaginn, settist við Kasthústjörn þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf og var þá greinilega fárveik. gunnsteinn ólafsson Íbúi á Álftanesi telur ekki ólíklegt að súlan hafi verið smituð af hinni skæðu fuglaflensu sem nú geisar og vonar að smit berist ekki í hundruð fugla sem þarna koma. Gunnsteinn Ólafsson tónskáld með meiru birti mynd á Facebook-síðu sinni af súlu sem settist við Kasthústjörn á Álftanesi, hvar mikið og fjölskrúðugt fuglalíf er, á föstudag og var greinilega fárveik. „Hún húkti í grasinu og beið örlaga sinna. Í morgun var hún dauð,“ segir Gunnsteinn. Í morgun var súlan steindauð. Gunnsteinn óttast að hún hafi verið smituð af hinni skæðu fuglaflensu.Gunnsteinn Ólafsson Alvarleg fuglaflensa geisar á Íslandi Eins og fram hefur komið geisar alvarleg og bannvæn fuglaflensa á Íslandi. Í síðasta mánuði sýndu vefmyndavélar í Eldey dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi. Óttuðust menn að komin væri fuglaflensa í stofninn og sagði Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við HÍ, að vont væri ef fuglaflensusmit bærist í fuglahópa svo sem sjófuglum sem verpa þétt og er því þar um að ræða kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast. Um miðjan mánuð var svo flensan staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi; heiðargæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju. Síðan hafa fleiri smit greinst og viðbúnaðarstig hjá MAST vegna flensunnar. MAST áhugalaust um dauða súlunnar Gunnsteinn er þó ekki allskostar ánægður með einmitt viðbrögðin hjá MAST. „Þetta er annað tilfellið á tveimur árum þar sem súla ber beinin við tjörnina. Í báðum tilfellum var haft samband við MAST en engin viðbrögð sýnileg. Gunnsteinn Ólafsson furðar sig á því að MAST sinni ekki tilkynningu um dauða súlu á Álftanesi.úr einkasafni Vonandi berst ekki sýking í aðra fugla sem dvelja hundruðum saman við tjörnina, þar á meðal fjöldi margæsa á leið norður yfir Grænlandsjökul.“ Gunnsteinn sendi þrjár tilkynningar um hina veikluðu súlu sem þá drapst til MAST. Hann segist aðspurður vitaskuld ekki geta fullyrt um það hvort það var elli eða flensa sem dró súluna til dauða. „Hef ekki hugmynd um hvað var að henni en fyrst hún bar sig svona aumlega, fór ekki þótt að henni væri gengið var greinilegt að ekki væri allt með felldu. Taldi rétt að láta vita af þessu og gerði ráð fyrir að MAST myndi bruna á staðinn,“ segir Guðsteinn sem enn býður viðbragða. Dýraheilbrigði Garðabær Fuglar Tengdar fréttir Staðfest að um hið skæða afbrigði fuglaflensu er að ræða Fuglaflensuveirur sem greinst hafa að undanförnu hér á landi eru af hinu skæða afbrigði H5N1 sem geisar í nágrannalöndunum um þessar mundir. 3. maí 2022 16:54 Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Gunnsteinn Ólafsson tónskáld með meiru birti mynd á Facebook-síðu sinni af súlu sem settist við Kasthústjörn á Álftanesi, hvar mikið og fjölskrúðugt fuglalíf er, á föstudag og var greinilega fárveik. „Hún húkti í grasinu og beið örlaga sinna. Í morgun var hún dauð,“ segir Gunnsteinn. Í morgun var súlan steindauð. Gunnsteinn óttast að hún hafi verið smituð af hinni skæðu fuglaflensu.Gunnsteinn Ólafsson Alvarleg fuglaflensa geisar á Íslandi Eins og fram hefur komið geisar alvarleg og bannvæn fuglaflensa á Íslandi. Í síðasta mánuði sýndu vefmyndavélar í Eldey dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi. Óttuðust menn að komin væri fuglaflensa í stofninn og sagði Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við HÍ, að vont væri ef fuglaflensusmit bærist í fuglahópa svo sem sjófuglum sem verpa þétt og er því þar um að ræða kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast. Um miðjan mánuð var svo flensan staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi; heiðargæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju. Síðan hafa fleiri smit greinst og viðbúnaðarstig hjá MAST vegna flensunnar. MAST áhugalaust um dauða súlunnar Gunnsteinn er þó ekki allskostar ánægður með einmitt viðbrögðin hjá MAST. „Þetta er annað tilfellið á tveimur árum þar sem súla ber beinin við tjörnina. Í báðum tilfellum var haft samband við MAST en engin viðbrögð sýnileg. Gunnsteinn Ólafsson furðar sig á því að MAST sinni ekki tilkynningu um dauða súlu á Álftanesi.úr einkasafni Vonandi berst ekki sýking í aðra fugla sem dvelja hundruðum saman við tjörnina, þar á meðal fjöldi margæsa á leið norður yfir Grænlandsjökul.“ Gunnsteinn sendi þrjár tilkynningar um hina veikluðu súlu sem þá drapst til MAST. Hann segist aðspurður vitaskuld ekki geta fullyrt um það hvort það var elli eða flensa sem dró súluna til dauða. „Hef ekki hugmynd um hvað var að henni en fyrst hún bar sig svona aumlega, fór ekki þótt að henni væri gengið var greinilegt að ekki væri allt með felldu. Taldi rétt að láta vita af þessu og gerði ráð fyrir að MAST myndi bruna á staðinn,“ segir Guðsteinn sem enn býður viðbragða.
Dýraheilbrigði Garðabær Fuglar Tengdar fréttir Staðfest að um hið skæða afbrigði fuglaflensu er að ræða Fuglaflensuveirur sem greinst hafa að undanförnu hér á landi eru af hinu skæða afbrigði H5N1 sem geisar í nágrannalöndunum um þessar mundir. 3. maí 2022 16:54 Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Staðfest að um hið skæða afbrigði fuglaflensu er að ræða Fuglaflensuveirur sem greinst hafa að undanförnu hér á landi eru af hinu skæða afbrigði H5N1 sem geisar í nágrannalöndunum um þessar mundir. 3. maí 2022 16:54
Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32