Oddvitaáskorunin: Vill alla kattahatara til Húsavíkur Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2022 09:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Snorri Ásmundsson leiðir lista Kattaframboðsins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Snorri Ásmundsson hefur verið starfandi sem myndlistamaður í tuttugu og fimm ár en á þeim tíma hefur Snorri staðið fyrir ýmsum samfélagsgjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð, forseta framboð og verið fyrsta karlkyns fjallkonan í Reykjavík. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Snorri hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa miðla, t.d. málverk og teikningu, skúlptúr og innsetningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Snorri er mikill baráttumaður fyrir ketti og er tengdur þeim andlega og hefur tekið að sér katta pössun um allan heim. Hann stofnaði kattaframboðið til að koma í veg fyrir banni við lausagöngu katta á Akureyri og hefur auk þess mikin áhuga á að betrumbæta bæinn. Hann býður sig fram til að klekkja á hatri og heimsku. Hann vill hjálpa fólki að opna hug sinn og hjarta fyrir fegurðinni og þakklætinu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eyjafjörðurinn það er óumdeilanlegt, Ásbyrgi er þar næst í röðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég vil hatursfulla kisu hatarana úr bæjarstjórn og alla kattahatara burt úr bænum. Þeir geta flutt á Húsavík og þá reddast húsnæðisvandinn á Akureyri. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég spila mikið tölvuleiki…mjög mikið, enda finnst mér gaman að leika mér. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hér árum áður þegar ég stundaði áfengisdrykkju átti ég oft samskipti við lögregluna. Einu sinni keyrði lögreglan mig heim til mín því ég var ofurölvi. Ekki vildi betur til en að þegar ég var rétt kominn inn í húsið sá ég bíllyklanna á bílnum hennar mömmu hangandi á nagla upp á vegg. Ég greip þá og fór út í bíl og setti allt í botn og keyrði fram úr lögreglubílnum sem keyrði mig heim nokkrum mínútum áður. Hún hóf strax að elta mig og ég náði að keyra í veg fyrir lögreglubílinn svo hann keyrði upp í snjóruðning, en það voru fleiri lögreglubílar að bætast í leikinn og ég var króaður af og ég hljóp þá eins og fætur toguðu en aftur tókst lögreglan að króa mig af inn í húsagörðum þá er sagt að ég hafi sagt. „Þið hefðuð aldrei náð mér hefði ég verið á Malibunum hans pabba.” Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, osta, chilli og jalapeno. Hvaða lag peppar þig mest? In Private, Dusty Springfield. Annars kemur ABBA mér alltaf í gott skap. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 í röð. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Brandarinn með konuna sem fór með barnið í strætó og bílstjórinn sagði henni að hann hefði aldrei séð svona ljótt barn. Hvað er þitt draumafríi? Ég er í því núna hér í Californiu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði mjög fín. Uppáhalds tónlistarmaður? Ennio Morricone. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Mér finnst ekkert skrýtið við það sem ég hef gert. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég sjálfur því það er ekki til betri leikari, en ef ég nennti því ekki væri það líklega Josh Brolin. Hefur þú verið í verbúð? Já Grímsey, Höfn, Vestmannaeyjum og Grindavík. Áhrifamesta kvikmyndin? The Godfather hafði mótandi áhrif á mig. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ég hef aldrei horft á þá. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mexico eða suður Evrópu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Unstoppable með Sia. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira
Snorri Ásmundsson leiðir lista Kattaframboðsins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Snorri Ásmundsson hefur verið starfandi sem myndlistamaður í tuttugu og fimm ár en á þeim tíma hefur Snorri staðið fyrir ýmsum samfélagsgjörningum sem hafa gjarnan vakið mikla athygli. Þar má nefna borgarstjóra framboð, forseta framboð og verið fyrsta karlkyns fjallkonan í Reykjavík. Einnig hefur Snorri boðið landslýð aflátsbréf til sölu gegn fyrirgefningu syndanna. Snorri hefur látið til sín taka sem gagnrýnandi á samfélagslegt ástand og notar til þess ýmsa miðla, t.d. málverk og teikningu, skúlptúr og innsetningar auk þess að hafa tekið kvikmyndalistina í sína þjónustu til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Snorri er mikill baráttumaður fyrir ketti og er tengdur þeim andlega og hefur tekið að sér katta pössun um allan heim. Hann stofnaði kattaframboðið til að koma í veg fyrir banni við lausagöngu katta á Akureyri og hefur auk þess mikin áhuga á að betrumbæta bæinn. Hann býður sig fram til að klekkja á hatri og heimsku. Hann vill hjálpa fólki að opna hug sinn og hjarta fyrir fegurðinni og þakklætinu. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eyjafjörðurinn það er óumdeilanlegt, Ásbyrgi er þar næst í röðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég vil hatursfulla kisu hatarana úr bæjarstjórn og alla kattahatara burt úr bænum. Þeir geta flutt á Húsavík og þá reddast húsnæðisvandinn á Akureyri. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég spila mikið tölvuleiki…mjög mikið, enda finnst mér gaman að leika mér. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hér árum áður þegar ég stundaði áfengisdrykkju átti ég oft samskipti við lögregluna. Einu sinni keyrði lögreglan mig heim til mín því ég var ofurölvi. Ekki vildi betur til en að þegar ég var rétt kominn inn í húsið sá ég bíllyklanna á bílnum hennar mömmu hangandi á nagla upp á vegg. Ég greip þá og fór út í bíl og setti allt í botn og keyrði fram úr lögreglubílnum sem keyrði mig heim nokkrum mínútum áður. Hún hóf strax að elta mig og ég náði að keyra í veg fyrir lögreglubílinn svo hann keyrði upp í snjóruðning, en það voru fleiri lögreglubílar að bætast í leikinn og ég var króaður af og ég hljóp þá eins og fætur toguðu en aftur tókst lögreglan að króa mig af inn í húsagörðum þá er sagt að ég hafi sagt. „Þið hefðuð aldrei náð mér hefði ég verið á Malibunum hans pabba.” Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, osta, chilli og jalapeno. Hvaða lag peppar þig mest? In Private, Dusty Springfield. Annars kemur ABBA mér alltaf í gott skap. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 50 í röð. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Brandarinn með konuna sem fór með barnið í strætó og bílstjórinn sagði henni að hann hefði aldrei séð svona ljótt barn. Hvað er þitt draumafríi? Ég er í því núna hér í Californiu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði mjög fín. Uppáhalds tónlistarmaður? Ennio Morricone. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Mér finnst ekkert skrýtið við það sem ég hef gert. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég sjálfur því það er ekki til betri leikari, en ef ég nennti því ekki væri það líklega Josh Brolin. Hefur þú verið í verbúð? Já Grímsey, Höfn, Vestmannaeyjum og Grindavík. Áhrifamesta kvikmyndin? The Godfather hafði mótandi áhrif á mig. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei ég hef aldrei horft á þá. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mexico eða suður Evrópu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Unstoppable með Sia.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira