„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2022 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir er ein tólf sem hafa spilað hundrað leiki fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Hulda Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. Glódís lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland vann Hvíta-Rússland í Belgrad, 0-5, í undankeppni HM 7. apríl síðastliðinn. Dagný lék einnig sinn hundraðasta landsleik þann daginn. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Það var gaman að ná þessu og haka við þetta,“ sagði Glódís í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Glódís lék sinn 101. landsleik þegar Íslendingar unnu 0-1 sigur á Tékkum í Teplice. „Þetta hafði verið markmið í smá tíma. Þegar maður fór að nálgast þetta hugsaði maður að gæti verið ógeðslega gaman að vera komin með hundrað leiki. Ég er ótrúlega glöð og þakklát að hafa fengið að vera partur af hópnum svona lengi og fengið svona mikið traust til að spila svona mikið svona ung.“ Klippa: Glódís um hundraðasta landsleikinn Glódís lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Skotland 4. ágúst 2012. Rétt rúmum mánuði áður hafði hún fagnað sautján ára afmæli sínu. Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjamet íslenska landsliðsins sem er 138 leikir. Ljóst er að það met er í hættu þar sem Glódís er enn ung og hefur varla misst af landsleik síðustu ár. Hún er samt ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum. „Æ, ég veit það ekki. Við sjáum til. Við sjáum hvaða Sara nennir að spila lengi. Svo slæ ég metið hennar og hætti svo,“ sagði Glódís hlæjandi. Glódís náði samt ekki að bæta met Söru að vera sú yngsta til leika hundrað landsleiki fyrir Ísland þótt það hafi staðið tæpt. Sara var 26 ára og fimm mánaða þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik í mars 2017. Glódís var 26 ára og níu mánaða þegar hún lék hundraðasta landsleikinn sinn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira
Glódís lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland vann Hvíta-Rússland í Belgrad, 0-5, í undankeppni HM 7. apríl síðastliðinn. Dagný lék einnig sinn hundraðasta landsleik þann daginn. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Það var gaman að ná þessu og haka við þetta,“ sagði Glódís í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. Glódís lék sinn 101. landsleik þegar Íslendingar unnu 0-1 sigur á Tékkum í Teplice. „Þetta hafði verið markmið í smá tíma. Þegar maður fór að nálgast þetta hugsaði maður að gæti verið ógeðslega gaman að vera komin með hundrað leiki. Ég er ótrúlega glöð og þakklát að hafa fengið að vera partur af hópnum svona lengi og fengið svona mikið traust til að spila svona mikið svona ung.“ Klippa: Glódís um hundraðasta landsleikinn Glódís lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Skotland 4. ágúst 2012. Rétt rúmum mánuði áður hafði hún fagnað sautján ára afmæli sínu. Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjamet íslenska landsliðsins sem er 138 leikir. Ljóst er að það met er í hættu þar sem Glódís er enn ung og hefur varla misst af landsleik síðustu ár. Hún er samt ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum. „Æ, ég veit það ekki. Við sjáum til. Við sjáum hvaða Sara nennir að spila lengi. Svo slæ ég metið hennar og hætti svo,“ sagði Glódís hlæjandi. Glódís náði samt ekki að bæta met Söru að vera sú yngsta til leika hundrað landsleiki fyrir Ísland þótt það hafi staðið tæpt. Sara var 26 ára og fimm mánaða þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik í mars 2017. Glódís var 26 ára og níu mánaða þegar hún lék hundraðasta landsleikinn sinn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira