„Risa úrslit og risa frammistaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. maí 2022 22:30 Jürgen Klopp gat leyft sér að fagna í leikslok. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hrósaði liðinu sérstaklega fyrir það hvernig þeir brugðust við því að lenda undir snemma leiks. „Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira
„Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira
Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54