Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2022 20:31 Maria Alyokhina komst frá Hvíta-Rússlandi til Litáen fyrir tilstilli ónefndrar Evrópuþjóðar sem aðstoðaði hana með útgáfu einhverskonar ferðaskjals. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki viljað tjá sig um hvort Ísland hafi átt hlut að máli. Samsett Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. Fyrr í dag var greint frá því að New York Times, sem fjallaði um flótta Alyokhinu frá Hvíta-Rússlandi, hefði fullyrt að íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi sannfært ónefnt Evrópuríki um að útvega henni vegabréf svo hún kæmist til Litáen. Alyokhina hafði áður gert tvær tilraunir til að komast yfir til Litáen, án árangurs. Öllu betur hafi hins vegar gengið að komast á milli landa með skjalið sem Ragnar er sagður hafa útvegað, þar sem það hafi veitt henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríkjum. Tjá sig ekki um málefni einstaklinga Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að hann gæti ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Því fengust ekki svör við því hvort Ísland er hið ónafngreinda Evrópuríki sem sagt er hafa beitt sér fyrir Alyokhinu. Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/Golli Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra segir þá að ráðherrann tjái sig ekki um málefni einstaklinga í þessu samhengi. Þó samgleðjist hún bæði Möshu og félögum hennar í Pussy Riot „og að þau hafi tækifæri til þess að nýta sér listrænt og pólitískt tjáningarfrelsi sitt.“ Fóru til Þýskalands í morgun en snúa mögulega aftur Pussy Riot hefur síðastliðna vikuna verið við æfingar hér á landi, en hélt í morgun til Þýskalands. Þar mun sveitin hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Sveitin nýtti húsnæði á vegum Þjóðleikhússins til æfinga, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri að vonir stæðu til þess að eftir að hafa sett upp sýningar á nokkrum stöðum í Evrópu muni sveitin snúa aftur til Íslands í haust og stíga á svið í Þjóðleikhúsinu. Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að New York Times, sem fjallaði um flótta Alyokhinu frá Hvíta-Rússlandi, hefði fullyrt að íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi sannfært ónefnt Evrópuríki um að útvega henni vegabréf svo hún kæmist til Litáen. Alyokhina hafði áður gert tvær tilraunir til að komast yfir til Litáen, án árangurs. Öllu betur hafi hins vegar gengið að komast á milli landa með skjalið sem Ragnar er sagður hafa útvegað, þar sem það hafi veitt henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríkjum. Tjá sig ekki um málefni einstaklinga Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að hann gæti ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Því fengust ekki svör við því hvort Ísland er hið ónafngreinda Evrópuríki sem sagt er hafa beitt sér fyrir Alyokhinu. Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/Golli Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra segir þá að ráðherrann tjái sig ekki um málefni einstaklinga í þessu samhengi. Þó samgleðjist hún bæði Möshu og félögum hennar í Pussy Riot „og að þau hafi tækifæri til þess að nýta sér listrænt og pólitískt tjáningarfrelsi sitt.“ Fóru til Þýskalands í morgun en snúa mögulega aftur Pussy Riot hefur síðastliðna vikuna verið við æfingar hér á landi, en hélt í morgun til Þýskalands. Þar mun sveitin hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Sveitin nýtti húsnæði á vegum Þjóðleikhússins til æfinga, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri að vonir stæðu til þess að eftir að hafa sett upp sýningar á nokkrum stöðum í Evrópu muni sveitin snúa aftur til Íslands í haust og stíga á svið í Þjóðleikhúsinu.
Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira