„Við erum eiginlega bara miður okkar“ Snorri Másson skrifar 11. maí 2022 23:02 Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar, óttast mjög um afdrif bæjarleikhússins í Mosfellsbæ, sem stendur til að rífa. Vísir/Stefán Í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ er hver sýning síðasta sýningin. Stjórnarmaður í leikfélaginu segir hræðilega tilhugsun að húsið þurfi að víkja fyrir blokk eða bílastæði. Á meðan tími gefst, er Maríu Guðmundsdóttur leikkonu minnst með reglulegri sýningu. Boðað er að í stað hússins, sem áður var áhaldahús bæjarins, komi blokk sambærileg þeim sem sjá má í innslaginu að ofan. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara alveg hræðilegt. Við erum eiginlega bara miður okkar að þetta hús eigi að hverfa, hvort sem það er fyrir blokk eða bílastæði,“ segir Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar. „Við erum í raun og veru alltaf að sýna síðustu sýninguna, við vitum í raun og veru ekki hvað við verðum hérna lengi. Það er alltaf sagt: Þið verðið hérna þar til við erum búin að finna eitthvað nýtt,“ segir Dóra. Það sem hefur verið lagt til að er að starfsemi leikfélagsins færist í menningarkjarna í næstu götu ásamt annarri starfsemi, Hlégarð. Það segir Dóra að henti leikfélaginu ekki - og hvetur frambjóðendur til að endurhugsa málið. Á meðan endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir lifir leikfélagið í óvissu. En tapar ekki gleðinni, því nú um mundir er verið að sýna sýningu helgaða ævi Mosfellingsins og leikfélagskonunnar Maríu Guðmundsdóttur sem lést í fyrra. Það var vel að merkja móðir Dóru. María Guðmundsdóttir leikkona var stólpi í starfsemi Leikfélags Mosfellssveitar og Bæjarleikhússins.Bæjarleikhúsið „Þetta er svona til heiðurs henni, þetta eru sketsar eftir hana, uppáhaldstónlistin hennar, tónlistin okkar, og þetta er gleði, sorg og alls konar,“ segir Dóra. Óumdeilt er að María hefði séð á eftir leikhúsinu, segir Dóra hýr í bragði: „Mamma elskaði þetta hús meira en hún elskaði mig... Það er bara þannig.“ Leikhús Mosfellsbær Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Boðað er að í stað hússins, sem áður var áhaldahús bæjarins, komi blokk sambærileg þeim sem sjá má í innslaginu að ofan. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara alveg hræðilegt. Við erum eiginlega bara miður okkar að þetta hús eigi að hverfa, hvort sem það er fyrir blokk eða bílastæði,“ segir Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar. „Við erum í raun og veru alltaf að sýna síðustu sýninguna, við vitum í raun og veru ekki hvað við verðum hérna lengi. Það er alltaf sagt: Þið verðið hérna þar til við erum búin að finna eitthvað nýtt,“ segir Dóra. Það sem hefur verið lagt til að er að starfsemi leikfélagsins færist í menningarkjarna í næstu götu ásamt annarri starfsemi, Hlégarð. Það segir Dóra að henti leikfélaginu ekki - og hvetur frambjóðendur til að endurhugsa málið. Á meðan endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir lifir leikfélagið í óvissu. En tapar ekki gleðinni, því nú um mundir er verið að sýna sýningu helgaða ævi Mosfellingsins og leikfélagskonunnar Maríu Guðmundsdóttur sem lést í fyrra. Það var vel að merkja móðir Dóru. María Guðmundsdóttir leikkona var stólpi í starfsemi Leikfélags Mosfellssveitar og Bæjarleikhússins.Bæjarleikhúsið „Þetta er svona til heiðurs henni, þetta eru sketsar eftir hana, uppáhaldstónlistin hennar, tónlistin okkar, og þetta er gleði, sorg og alls konar,“ segir Dóra. Óumdeilt er að María hefði séð á eftir leikhúsinu, segir Dóra hýr í bragði: „Mamma elskaði þetta hús meira en hún elskaði mig... Það er bara þannig.“
Leikhús Mosfellsbær Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira