Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. maí 2022 12:07 Samgöngumálin hafa farið hátt í umræðunni í aðdraganda kosninga. Vísir/Vilhelm Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa. Maskína kannaði ekki aðeins fylgi flokkanna í borginni fyrir fréttastofu en okkur lék einnig hugur á að vita hvaða hug Reykvíkingar bera til samgöngumála sem hafa verið áberandi í kosningabaráttunni. Sjá nánar: Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík Tæp 29% svarenda segjast treysta Samfylkingunni best til þess að sjá um samgöngumálin í borginni. Reykvíkingar virðast treysta Samfylkingunni best til að sinna samgöngumálunum eða tæp 29 %. Ríflega 24% treysta Sjálfstæðisflokknum best í samgöngumálunum og 12, 5% Pírötum. Rúmlega 9% segjast treysta Framsókn mest, 8,7% Viðreisn, 5% Flokki fólksins og tæp 5%Sósíalistaflokki Íslands. Tæp 4% segjast treysta Miðflokki best til að halda utan um samgöngumálin en eingöngu 2,4%Vinstri grænum. Umræða um borgarlínu hefur farið hátt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en í könnun Maskínu kemur fram að rúm 28% eru mjög hlynnt borgarlínu og rúm 18% eru frekar hlynnt. Samanlagt segjast því 46,4% vera jákvæð fyrir borgarlínu. Tæp 22% svarenda hafa ekki sterka skoðun á borgarlínu. Tæp 32% lýstu sig aftur á móti andvíg Borgarlínu. Flestir í þeim hópi eru karlmenn yfir fimmtugt og íbúar austan Elliðaáa. Af þeim sem segjast ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu eru tveir yngstu aldurshóparnir fyrirferðarmestir, það er að segja 18-39 ára og íbúar Miðborgar og Vesturbæjar. Í töflunni sést bakgrunnur þeirra sem tóku afstöðu til borgarlínu. Maskína vann könnunina fyrir fréttastofu og var hún lögð fyrir dagana 6.-11. maí. Svarendur voru rúmlega þúsund talsins. Það kemur kannski ekki á óvart að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru hlynntir borgarlínu ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem eru mest á móti borgarlínu hyggjast flestir kjósa Ábyrga framtíð. Borgarlína Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Umferð Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13 Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Maskína kannaði ekki aðeins fylgi flokkanna í borginni fyrir fréttastofu en okkur lék einnig hugur á að vita hvaða hug Reykvíkingar bera til samgöngumála sem hafa verið áberandi í kosningabaráttunni. Sjá nánar: Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík Tæp 29% svarenda segjast treysta Samfylkingunni best til þess að sjá um samgöngumálin í borginni. Reykvíkingar virðast treysta Samfylkingunni best til að sinna samgöngumálunum eða tæp 29 %. Ríflega 24% treysta Sjálfstæðisflokknum best í samgöngumálunum og 12, 5% Pírötum. Rúmlega 9% segjast treysta Framsókn mest, 8,7% Viðreisn, 5% Flokki fólksins og tæp 5%Sósíalistaflokki Íslands. Tæp 4% segjast treysta Miðflokki best til að halda utan um samgöngumálin en eingöngu 2,4%Vinstri grænum. Umræða um borgarlínu hefur farið hátt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en í könnun Maskínu kemur fram að rúm 28% eru mjög hlynnt borgarlínu og rúm 18% eru frekar hlynnt. Samanlagt segjast því 46,4% vera jákvæð fyrir borgarlínu. Tæp 22% svarenda hafa ekki sterka skoðun á borgarlínu. Tæp 32% lýstu sig aftur á móti andvíg Borgarlínu. Flestir í þeim hópi eru karlmenn yfir fimmtugt og íbúar austan Elliðaáa. Af þeim sem segjast ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu eru tveir yngstu aldurshóparnir fyrirferðarmestir, það er að segja 18-39 ára og íbúar Miðborgar og Vesturbæjar. Í töflunni sést bakgrunnur þeirra sem tóku afstöðu til borgarlínu. Maskína vann könnunina fyrir fréttastofu og var hún lögð fyrir dagana 6.-11. maí. Svarendur voru rúmlega þúsund talsins. Það kemur kannski ekki á óvart að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem eru hlynntir borgarlínu ætla að kjósa Samfylkinguna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem eru mest á móti borgarlínu hyggjast flestir kjósa Ábyrga framtíð.
Borgarlína Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Umferð Skoðanakannanir Reykjavík Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13 Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02
Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10. maí 2022 07:13
Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39