„Ég fer í bann ef ég segi hvað mér finnst“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. maí 2022 23:30 Mikel Arteta var augljóslega ekki sáttur við dómgæsluna í kvöld. James Williamson - AMA/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn erkifjendum liðsins í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. „Ég get ekki gefið ykkur hreinskilið svar af því að þá fer ég í langt bann. Ég vill helst vera heiðarlegur, en ég get ekki verið það núna,“ sagði foxillur Arteta í leikslok. Eins og líklega flestir stuðningsmenn Arsenal þá vildi Arteta helst gleyma þessum leik og horfa frekar til framtíðar. „Ég er svo stoltur af mínum leikmönnum. Þessi leikur er búinn, við töpuðum og við sættum okkur við það. Nú einbeitum við okkur að Newcastle.“ Í leik kvöldsins voru tvö atvik sem höfðu mikil áhrif á útkomu hans. Annars vegar fengu heimamenn í Tottenham vítaspyrnu sem Harry Kane skoraði úr eftir um tuttugu mínútna leik og hins vegar var Rob Holding sendur af velli með sitt annað gula spjald á 33. eftir brot á Heung-Min Son. „Ég veit það ekki. Þessi ákvörðun var tekin og leikurinn er farinn,“ sagði Spánverjinn um vítaspyrnudóminn, en hann var ekki jafn rólegur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Ég fer í bann ef ég segi hvað mér finnst. En ég held að þið getið alveg lesið það á líkamstjáningu minni.“ Þrátt fyrir slæmt tap gegn erkifjendunum sagði Arteta þó að það væri lítið mál að koma mönnum aftur í gírinn fyrir næsta leik. „Ég er búinn að því nú þegar. Þessi leikur er búinn og nú einbeitum við okkur bara að Newcastle. Ég sagði þeim hversu stoltur ég væri af þeim og að ef við gerum það sama á móti Newcastle og við gerðum fyrsta hálftíman hér í kvöld þá verður þetta í góðu lagi,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira
„Ég get ekki gefið ykkur hreinskilið svar af því að þá fer ég í langt bann. Ég vill helst vera heiðarlegur, en ég get ekki verið það núna,“ sagði foxillur Arteta í leikslok. Eins og líklega flestir stuðningsmenn Arsenal þá vildi Arteta helst gleyma þessum leik og horfa frekar til framtíðar. „Ég er svo stoltur af mínum leikmönnum. Þessi leikur er búinn, við töpuðum og við sættum okkur við það. Nú einbeitum við okkur að Newcastle.“ Í leik kvöldsins voru tvö atvik sem höfðu mikil áhrif á útkomu hans. Annars vegar fengu heimamenn í Tottenham vítaspyrnu sem Harry Kane skoraði úr eftir um tuttugu mínútna leik og hins vegar var Rob Holding sendur af velli með sitt annað gula spjald á 33. eftir brot á Heung-Min Son. „Ég veit það ekki. Þessi ákvörðun var tekin og leikurinn er farinn,“ sagði Spánverjinn um vítaspyrnudóminn, en hann var ekki jafn rólegur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Ég fer í bann ef ég segi hvað mér finnst. En ég held að þið getið alveg lesið það á líkamstjáningu minni.“ Þrátt fyrir slæmt tap gegn erkifjendunum sagði Arteta þó að það væri lítið mál að koma mönnum aftur í gírinn fyrir næsta leik. „Ég er búinn að því nú þegar. Þessi leikur er búinn og nú einbeitum við okkur bara að Newcastle. Ég sagði þeim hversu stoltur ég væri af þeim og að ef við gerum það sama á móti Newcastle og við gerðum fyrsta hálftíman hér í kvöld þá verður þetta í góðu lagi,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira