Conte skaut fyrst á Klopp og núna á Arteta: Hættu að væla svona mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:31 Antonio Conte gefur Mikel Arteta faðmlag fyrir leikinn í gærkvöldi. Getty/Tottenham Hotspur Antonio Conte og lærisveinar hans í Tottenham eru skrefi nær sæti í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal í gær. Knattspyrnustjóri Arsenal var mjög ósáttur eftir leikinn en Conte sendi honum tóninn. Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira
Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira