„Án heppni áttu ekki möguleika“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Jürgen Klopp ræddi um úrslitaleik FA-bikarsins sem framundan er. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, freistar þess í dag að vinna sinn fyrsta FA-bikar síðan hann tók við liðinu fyrir sjö árum og halda þannig draumnum um fernuna á lífi. Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum
Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira